Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. mars 2016 18:16 Birgitta Jónsdóttir. vísir/valli „Mér heyrist á Sigmundi Davíð að hann kalli á að vantrauststillaga verði lögð fram því hann telur verk sín svo góð. Úr því að verkin eru svo framúrskarandi þá ætti að vera leikur einn fyrir hann að endurnýja stuðning sinn í almennum kosningum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kímin í samtali við Vísi. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funduðu í dag í ljósi þess sem fram hefur komið á síðustu dögum. Formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna auk varaformanns Sjálfstæðisflokksins tengjast aflandsfélögum og einnig hefur komið á daginn að eiginkona forsætisráðherra átti hundruða milljóna kröfu í slitabú föllnu bankanna. „Á fundinum undirbjuggum við fyrstu viðbrögð fyrir þingfund á mánudaginn. Það fyrsta sem stefnt er að er að boða til opins fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og helst að boða umboðsmann Alþingis á hann,“ segir Birgitta. Hún segir vert að hafa í huga að sé tillaga um vantraust lögð fram þá geti það haft áhrif á umboðsmann Alþingis og þær rannsóknir sem hann getur lagst í. „Við komum okkur saman um á fundinum að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof sem ráðherra verður að framkvæma fáist tillagan samþykkt.“ Þingmaðurinn segir að mikil óánægja sé í samfélaginu og krafan um kosningar og afsögn forsætisráðherra sé hávær. Til að mynda hafi verið boðað til mótmæla þegar þingið kemur saman á ný eftir páskafrí. „Okkur er algjörlega misboðið og við finnum fyrir miklum þrýstingi um að bregðast við. Við teljum þingrofsverkfærið það besta í stöðunni því með því móti fær almenningur að segja hug sinn í almennum kosningum.“ „Framundan er afnám hafta og það hefur verið mikið rætt um einkavæðingu banka ríkisins. Það er einfaldlega algerlega óboðlegt að þetta fólk, sem fer fyrir þessari ríkisstjórn, fái að koma að því ferli eftir það sem hefur komið í ljós síðustu daga,“ segir Birgitta að lokum. Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
„Mér heyrist á Sigmundi Davíð að hann kalli á að vantrauststillaga verði lögð fram því hann telur verk sín svo góð. Úr því að verkin eru svo framúrskarandi þá ætti að vera leikur einn fyrir hann að endurnýja stuðning sinn í almennum kosningum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kímin í samtali við Vísi. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funduðu í dag í ljósi þess sem fram hefur komið á síðustu dögum. Formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna auk varaformanns Sjálfstæðisflokksins tengjast aflandsfélögum og einnig hefur komið á daginn að eiginkona forsætisráðherra átti hundruða milljóna kröfu í slitabú föllnu bankanna. „Á fundinum undirbjuggum við fyrstu viðbrögð fyrir þingfund á mánudaginn. Það fyrsta sem stefnt er að er að boða til opins fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og helst að boða umboðsmann Alþingis á hann,“ segir Birgitta. Hún segir vert að hafa í huga að sé tillaga um vantraust lögð fram þá geti það haft áhrif á umboðsmann Alþingis og þær rannsóknir sem hann getur lagst í. „Við komum okkur saman um á fundinum að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof sem ráðherra verður að framkvæma fáist tillagan samþykkt.“ Þingmaðurinn segir að mikil óánægja sé í samfélaginu og krafan um kosningar og afsögn forsætisráðherra sé hávær. Til að mynda hafi verið boðað til mótmæla þegar þingið kemur saman á ný eftir páskafrí. „Okkur er algjörlega misboðið og við finnum fyrir miklum þrýstingi um að bregðast við. Við teljum þingrofsverkfærið það besta í stöðunni því með því móti fær almenningur að segja hug sinn í almennum kosningum.“ „Framundan er afnám hafta og það hefur verið mikið rætt um einkavæðingu banka ríkisins. Það er einfaldlega algerlega óboðlegt að þetta fólk, sem fer fyrir þessari ríkisstjórn, fái að koma að því ferli eftir það sem hefur komið í ljós síðustu daga,“ segir Birgitta að lokum.
Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53
Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46