Grunnlífeyrir skertur á ný vegna lífeyrissjóða! Björgvin Guðmundsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Í tillögum um endurskoðun almannatrygginga er gert ráð fyrir því, að grunnlífeyrir verði skertur á ný vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Lengi vel var samstaða um það, að ekki mætti hreyfa við grunnlífeyri almannatrygginga. Hann væri heilagur. Og þannig er þetta í Noregi. Þar fá allir grunnlífeyri án tillits til tekna. Á krepputímanum hér var talið nauðsynlegt vegna fjárhagserfiðleika að skerða grunnlífeyri. Félag eldri borgara í Rvk og LEB mótmæltu þessu og kröfðust þess, að þessi skerðing yrði afnumin. Við því var orðið 2013 eftir þingkosningarnar. Það er því furðulegt, að nú skuli strax eiga að byrja að skerða grunnlífeyri á ný vegna lífeyrissjóða. Ég tel tillögurnar um endurskoðun almannatrygginga meingallaðar. Stærsti gallinn er sá, að það er engin kjarabót fyrir lægst launuðu lífeyrisþegana, þá sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þeir fá enga hækkun. Þó er það viðurkennt, að ekki sé unnt að lifa af hinum lága lífeyri. Annar stór galli er sá, að skerðingarhlutfallið, 45%, er alltof hátt eins og Landssamband eldri borgara hefur bent á. Í Noregi er engin skerðing og í Danmörku 30% eftir frítekjumark. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf fyrir síðustu kosningar og lofaði að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Samkvæmt því átti að afnema alveg skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. Það hefði legið beint við að efna þetta loforð við endurskoðun almannatrygginga. En þvert á móti er ný skerðing tekin upp á grunnlífeyri. Samkvæmt tillögum um TR eru öll frítekjumörk felld niður. Af því og háu skerðingarhlutfalli leiðir, að skerðing lífeyris aldraðra hjá TR vegna atvinnutekna eykst og erfiðara fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til. Skerðing vegna greiðslna úr lífeyrissjóði minnkar lítið þrátt fyrir loforð um að afnema hana alveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Í tillögum um endurskoðun almannatrygginga er gert ráð fyrir því, að grunnlífeyrir verði skertur á ný vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Lengi vel var samstaða um það, að ekki mætti hreyfa við grunnlífeyri almannatrygginga. Hann væri heilagur. Og þannig er þetta í Noregi. Þar fá allir grunnlífeyri án tillits til tekna. Á krepputímanum hér var talið nauðsynlegt vegna fjárhagserfiðleika að skerða grunnlífeyri. Félag eldri borgara í Rvk og LEB mótmæltu þessu og kröfðust þess, að þessi skerðing yrði afnumin. Við því var orðið 2013 eftir þingkosningarnar. Það er því furðulegt, að nú skuli strax eiga að byrja að skerða grunnlífeyri á ný vegna lífeyrissjóða. Ég tel tillögurnar um endurskoðun almannatrygginga meingallaðar. Stærsti gallinn er sá, að það er engin kjarabót fyrir lægst launuðu lífeyrisþegana, þá sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þeir fá enga hækkun. Þó er það viðurkennt, að ekki sé unnt að lifa af hinum lága lífeyri. Annar stór galli er sá, að skerðingarhlutfallið, 45%, er alltof hátt eins og Landssamband eldri borgara hefur bent á. Í Noregi er engin skerðing og í Danmörku 30% eftir frítekjumark. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf fyrir síðustu kosningar og lofaði að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Samkvæmt því átti að afnema alveg skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. Það hefði legið beint við að efna þetta loforð við endurskoðun almannatrygginga. En þvert á móti er ný skerðing tekin upp á grunnlífeyri. Samkvæmt tillögum um TR eru öll frítekjumörk felld niður. Af því og háu skerðingarhlutfalli leiðir, að skerðing lífeyris aldraðra hjá TR vegna atvinnutekna eykst og erfiðara fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til. Skerðing vegna greiðslna úr lífeyrissjóði minnkar lítið þrátt fyrir loforð um að afnema hana alveg.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun