Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2016 13:00 Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit. Mynd/Icelandair Ferðalangar sem vörðu nóttinni í sendiferðabíl sínum fyrir utan Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit í nótt voru kuldalegir í morgun. Ískalt var á norðausturhorninu, og reyndar víðar, og mældist hitinn til dæmis -22,5 stig við Hótel Reykjahlíð. „Þeir komu grátandi hingað inn í morgun, fengu sér kaffi og stungu af frá 800 króna kaffireikningi,“ segir hótelstjórinn Pétur Snæbjörnsson í samtali við Vísi. Fólkið nýtti sér auk þess salernisaðstöðuna áður en það stakk af.Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á Hótel Reykjahlíð.Veltir fyrir sér gistináttagjaldi Pétur segir 800 króna skuldina þó ekki stóra málið. Hann hefur meira út á það að setja hvers vegna sendiferðabílafyrirtækin, sem leigja út svonefnda „campers“, fái að sinna sínum rekstri þann tíma ársins þar sem tjaldstæði eru lokuð. Fyrirtækin sem um ræðir eru orðin ansi mörg, t.d. Kúkú Campers, Happy Campers, Campervan Iceland, Trig Campers, JS Camper Rental og Iceland Mini Campers. Greinilegt er að eftirspurnin eftir þessum ferðamáta er mikil. Á sumrin er gengið út frá því að notendur gisti helst á tjaldstæðum en þau eru langflest lokuð yfir vetrartímann og því þarf að leita annað.Æsa Gísladóttir.Grétu bókstaflega úr kulda Æsa Gísladóttir, hótelstýra á gistiheimilinu Norður-Vík á Suðurlandi, sagðist í samtali við Vísi í gær vera orðin langþreytt á þessari tegund ferðafólks sem gisti á bílastæðinu, noti salernisaðstöðu, nýti sér nettengingu og biðji jafnvel um að fá eldhúsbúnað lánaðan. Pétur er á svipaðri línu. Hjá honum er nánast daglegt brauð að gist sé á bílastæði við Hótel Reykjahlíð og víðar í sveitinni. Fyrir utan Strax-búðina, við Grjótagjá og í öðrum útskotum. Þá segir Pétur ástandið litlu skárra yfir sumartímann þegar tjaldstæðin eru opin. Það sé hans tilfinning að þetta fólk leggi ekki á tjaldstæðum nema í brýnustu nauðsyn. „Fólk úti um allt land er að berjast við þetta,“ segir Pétur. Ferðalangar kúki á bak við næsta stein en þessa hluti megi hæglega koma í veg fyrir með strangari leiguskilyrðum. Honum finnst campers hugmyndin bráðsnjöll viðskiptahugmynd. Gistihúsaeigendur greiði hins vegar gistináttaskatt og spurning hvort ekki þurfi svipað að koma til hjá campers fyrirtækjunum. Aðspurður segist hann ekki bara taka svo til orða að ferðalangarnir hafi verið grátandi í morgun. „Þau bara grétu úr kulda,„ segir Pétur. „Þó að þessir bílar hafi litlar bensínmiðstöðvar þá eiga þær ekki séns í 20 stiga frost.“Steinarr Lár og Lárus Guðbjartsson (t.h.) eiga KúKú Campers.Með samning við Olís Lárus Guðbjartsson, framkvæmdastjóri hjá Kúkú Campers, segir af og frá að fyrirtækið ráðleggi ferðalöngum að nýta sér aðstöðu gistiheimila á ferð sinni um landið. Farið sé yfir þessi mál ítarlega með viðskiptavinum og þeim ráðlagt að gista á stórum og fjölförnum bílastæðum. Á sumrin sé sérstaklega brýnt fyrir fólki að stunda það ekki að leggja nærri tjaldstæðum án þess að greiða næturgjald og nýta sér svo þjónustu tjaldstæðanna. Það sé siðlaust. „Hvað varðar rusl og klósettferðir biðjum við fólk að nýta sér salernisaðstöðu á bensínstöðvum landsins,“ segir Lárus og vísar í samning sem fyrirtækið gerði við Olís. Þar fá viðskiptavinir afslátt á bensíni og vörum og geti sömuleiðis nýtt sér salernisaðstöðu. Hann kallar eftir aðilum í ferðaþjónustu sem sinni ferðalöngum sem aka um á sendiferðabílum. „Það er orðin þörf á að þjónusta þetta fólk allt árið,“ segir Lárus. Gistiheimilin gætu til dæmis stigið þetta skref og geri eitthvert gistiheimili það þá muni þeir um leið beina viðskiptavinum sínum þangað. Annars finnst honum skrýtið að kvartað sé yfir því að nettengingar séu nýttar í leyfisleysi því lítið mál sé að loka fyrir aðgang að þeim. Það ættu raunar allir að gera enda vilji væntanlega enginn að óboðnir aðilar séu í leyfisleysi á netinu og geti þar hlaðið niður hverju sem er.Kort af heimasíðu KúKú Campers.Kynlíf í guðsgrænni náttúrunni Það er tilfinning Lárusar að 90 prósent viðskiptavina þeirra nýti sér tjaldstæðin. Nú um veturinn eru um 20-30 bílar frá fyrirtækinu í leigu en fjöldi þeirra verður mun meiri yfir sumartímann. Þá sé ósanngjarnt að fullyrða að þetta fólk sé nískt og skilji enga peninga eftir eins og fullyrt hefur verið í umræðuþráðum um skyld mál. Þótt ferðamennirnir spari í gistingu þá versli þeir mat eins og aðrir, fari í hvalaskoðun og þar fram eftir götunum. Þá sé alls ekki ókeypis að leigja sendiferðabíla, það kosti skildinginn. Aðspurður hvort skella ætti gistináttagjaldi á fyrirtækin þegar tjaldstæðin eru ekki opin segist hann fagna allri umræðu. Hún þurfi þó að fara sinn veg í gegnum ráðuneyti og umferðarstofu. Skynsamlegt væri að koma upp fleiri stöðum með kömrum. Svo megi ekki gleyma því að camperarnir leysi ákveðið vandamál. Gisting sé víða fullbókuð yfir sumartímann úti á landi og þannig geti fleiri sótt landið heim. Hann hafi þó alltaf reiknað með því að skýrari rammi myndi myndast utan um starfsemi campers fyrirtækjanna. Þörf sé á umræðunni og hann fagni henni. KúKú Campers hefur vakið töluverða athygli fyrir heimasíðu sína. Þar er meðal annars tekið fram hve auðvelt sé að stunda kynlíf í náttúrunni vegna stærðar landsins samanborið við mannfjölda. Þá fylgir frisbídiskur með hverjum sendiferðabíl. Lárus segir viðskiptin ganga vel en á móti kemur að fyrirtækið þurfi til dæmis að taka hitann í neikvæðum málum á borð við þessu.Þær tegundir bíla sem Campers fyrirtækin bjóða ferðamönnum til leigu.Mynd/Heimasíða Kúkú CampersAðeins dropi í hafið „Go anywhere, sleep anywhere and do anything at incredibly low prices,“ er í kynningartexta fyrirtækisins á heimasíðunni. Af því mættu viðskiptavinir ráða að þeir geti bókstaflega gist hvar sem er, til dæmis fyrir utan gistiheimili og tjaldstæði eða í guðsgrænni náttúrunni. „Þetta er meira spurning um markaðsherferð. Eitt er það sem við segjum á netinu og svo fær fólk önnur skilaboð þegar það mætir til landsins,“ segir Lárus og undirstrikar að farið sé af alvöru yfir það sem máli skiptir við leiguna á bílnum. Þar skipti þó mestu máli öryggismál og tryggingamál er varða bílinn sjálfan. Þá minnir Lárus á að campers flóran sé aðeins dropi í hafið í þeim fjölda bílaleigubíla sem leigður er út á Íslandi er vel á annan tug þúsunda. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Ferðalangar sem vörðu nóttinni í sendiferðabíl sínum fyrir utan Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit í nótt voru kuldalegir í morgun. Ískalt var á norðausturhorninu, og reyndar víðar, og mældist hitinn til dæmis -22,5 stig við Hótel Reykjahlíð. „Þeir komu grátandi hingað inn í morgun, fengu sér kaffi og stungu af frá 800 króna kaffireikningi,“ segir hótelstjórinn Pétur Snæbjörnsson í samtali við Vísi. Fólkið nýtti sér auk þess salernisaðstöðuna áður en það stakk af.Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á Hótel Reykjahlíð.Veltir fyrir sér gistináttagjaldi Pétur segir 800 króna skuldina þó ekki stóra málið. Hann hefur meira út á það að setja hvers vegna sendiferðabílafyrirtækin, sem leigja út svonefnda „campers“, fái að sinna sínum rekstri þann tíma ársins þar sem tjaldstæði eru lokuð. Fyrirtækin sem um ræðir eru orðin ansi mörg, t.d. Kúkú Campers, Happy Campers, Campervan Iceland, Trig Campers, JS Camper Rental og Iceland Mini Campers. Greinilegt er að eftirspurnin eftir þessum ferðamáta er mikil. Á sumrin er gengið út frá því að notendur gisti helst á tjaldstæðum en þau eru langflest lokuð yfir vetrartímann og því þarf að leita annað.Æsa Gísladóttir.Grétu bókstaflega úr kulda Æsa Gísladóttir, hótelstýra á gistiheimilinu Norður-Vík á Suðurlandi, sagðist í samtali við Vísi í gær vera orðin langþreytt á þessari tegund ferðafólks sem gisti á bílastæðinu, noti salernisaðstöðu, nýti sér nettengingu og biðji jafnvel um að fá eldhúsbúnað lánaðan. Pétur er á svipaðri línu. Hjá honum er nánast daglegt brauð að gist sé á bílastæði við Hótel Reykjahlíð og víðar í sveitinni. Fyrir utan Strax-búðina, við Grjótagjá og í öðrum útskotum. Þá segir Pétur ástandið litlu skárra yfir sumartímann þegar tjaldstæðin eru opin. Það sé hans tilfinning að þetta fólk leggi ekki á tjaldstæðum nema í brýnustu nauðsyn. „Fólk úti um allt land er að berjast við þetta,“ segir Pétur. Ferðalangar kúki á bak við næsta stein en þessa hluti megi hæglega koma í veg fyrir með strangari leiguskilyrðum. Honum finnst campers hugmyndin bráðsnjöll viðskiptahugmynd. Gistihúsaeigendur greiði hins vegar gistináttaskatt og spurning hvort ekki þurfi svipað að koma til hjá campers fyrirtækjunum. Aðspurður segist hann ekki bara taka svo til orða að ferðalangarnir hafi verið grátandi í morgun. „Þau bara grétu úr kulda,„ segir Pétur. „Þó að þessir bílar hafi litlar bensínmiðstöðvar þá eiga þær ekki séns í 20 stiga frost.“Steinarr Lár og Lárus Guðbjartsson (t.h.) eiga KúKú Campers.Með samning við Olís Lárus Guðbjartsson, framkvæmdastjóri hjá Kúkú Campers, segir af og frá að fyrirtækið ráðleggi ferðalöngum að nýta sér aðstöðu gistiheimila á ferð sinni um landið. Farið sé yfir þessi mál ítarlega með viðskiptavinum og þeim ráðlagt að gista á stórum og fjölförnum bílastæðum. Á sumrin sé sérstaklega brýnt fyrir fólki að stunda það ekki að leggja nærri tjaldstæðum án þess að greiða næturgjald og nýta sér svo þjónustu tjaldstæðanna. Það sé siðlaust. „Hvað varðar rusl og klósettferðir biðjum við fólk að nýta sér salernisaðstöðu á bensínstöðvum landsins,“ segir Lárus og vísar í samning sem fyrirtækið gerði við Olís. Þar fá viðskiptavinir afslátt á bensíni og vörum og geti sömuleiðis nýtt sér salernisaðstöðu. Hann kallar eftir aðilum í ferðaþjónustu sem sinni ferðalöngum sem aka um á sendiferðabílum. „Það er orðin þörf á að þjónusta þetta fólk allt árið,“ segir Lárus. Gistiheimilin gætu til dæmis stigið þetta skref og geri eitthvert gistiheimili það þá muni þeir um leið beina viðskiptavinum sínum þangað. Annars finnst honum skrýtið að kvartað sé yfir því að nettengingar séu nýttar í leyfisleysi því lítið mál sé að loka fyrir aðgang að þeim. Það ættu raunar allir að gera enda vilji væntanlega enginn að óboðnir aðilar séu í leyfisleysi á netinu og geti þar hlaðið niður hverju sem er.Kort af heimasíðu KúKú Campers.Kynlíf í guðsgrænni náttúrunni Það er tilfinning Lárusar að 90 prósent viðskiptavina þeirra nýti sér tjaldstæðin. Nú um veturinn eru um 20-30 bílar frá fyrirtækinu í leigu en fjöldi þeirra verður mun meiri yfir sumartímann. Þá sé ósanngjarnt að fullyrða að þetta fólk sé nískt og skilji enga peninga eftir eins og fullyrt hefur verið í umræðuþráðum um skyld mál. Þótt ferðamennirnir spari í gistingu þá versli þeir mat eins og aðrir, fari í hvalaskoðun og þar fram eftir götunum. Þá sé alls ekki ókeypis að leigja sendiferðabíla, það kosti skildinginn. Aðspurður hvort skella ætti gistináttagjaldi á fyrirtækin þegar tjaldstæðin eru ekki opin segist hann fagna allri umræðu. Hún þurfi þó að fara sinn veg í gegnum ráðuneyti og umferðarstofu. Skynsamlegt væri að koma upp fleiri stöðum með kömrum. Svo megi ekki gleyma því að camperarnir leysi ákveðið vandamál. Gisting sé víða fullbókuð yfir sumartímann úti á landi og þannig geti fleiri sótt landið heim. Hann hafi þó alltaf reiknað með því að skýrari rammi myndi myndast utan um starfsemi campers fyrirtækjanna. Þörf sé á umræðunni og hann fagni henni. KúKú Campers hefur vakið töluverða athygli fyrir heimasíðu sína. Þar er meðal annars tekið fram hve auðvelt sé að stunda kynlíf í náttúrunni vegna stærðar landsins samanborið við mannfjölda. Þá fylgir frisbídiskur með hverjum sendiferðabíl. Lárus segir viðskiptin ganga vel en á móti kemur að fyrirtækið þurfi til dæmis að taka hitann í neikvæðum málum á borð við þessu.Þær tegundir bíla sem Campers fyrirtækin bjóða ferðamönnum til leigu.Mynd/Heimasíða Kúkú CampersAðeins dropi í hafið „Go anywhere, sleep anywhere and do anything at incredibly low prices,“ er í kynningartexta fyrirtækisins á heimasíðunni. Af því mættu viðskiptavinir ráða að þeir geti bókstaflega gist hvar sem er, til dæmis fyrir utan gistiheimili og tjaldstæði eða í guðsgrænni náttúrunni. „Þetta er meira spurning um markaðsherferð. Eitt er það sem við segjum á netinu og svo fær fólk önnur skilaboð þegar það mætir til landsins,“ segir Lárus og undirstrikar að farið sé af alvöru yfir það sem máli skiptir við leiguna á bílnum. Þar skipti þó mestu máli öryggismál og tryggingamál er varða bílinn sjálfan. Þá minnir Lárus á að campers flóran sé aðeins dropi í hafið í þeim fjölda bílaleigubíla sem leigður er út á Íslandi er vel á annan tug þúsunda.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48