Erlent

Leggur hugmyndir sínar um breytingar á stjórnarskrá til hliðar

Atli Ísleifsson skrifar
Francois Hollande Frakklandsforseti.
Francois Hollande Frakklandsforseti. Vísir/AFP
Francois Hollande Frakklandsforseti hefur hætt við áætlanir sínar um að gera breytingar á stjórnarskrá landsins sem myndu gera stjórnvöldum kleift að svipta dæmdum hryðjuverkamönnum frönskum ríkisborgararétti.

Hollande sagði að svo virtist sem útlokað væri að ná pólitískri samstöðu um málið, eftir að báðum deildum franska þingsins mistókst að ná saman um breytingarnar.

Hollande lagði til breytingarnar í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í nóvember þar sem 130 manns fórust.

Breytingarnar mættu þó mikilli mótstöðu og sagði dómsmálaráðherrann Christiane Taubira af sér í febrúar vegna hugmynda forsetans.


Tengdar fréttir

Dómsmálaráðherra segir af sér í mótmælaskyni

Dómsmálaráðherra Frakklands, Christiane Taubira, sagði af sér í gær í mótmælaskyni við lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þess efnis að svipta beri franska ríkisborgara, sem sakfelldir hafa verið fyrir hryðjuverk, ríkisborgararétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×