Versnandi ástand í Pokrovsk Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 15:12 Úkraínskir hermenn að störfum nærri Pokrovsk. Getty/Vlada Liberova Rússar gera ítrekaðar árásir á bæinn Pokrovsk í austurhluta Úkraínu og eru helstu innviðir bæjarins, þar sem um þrettán þúsund manns búa, ónýtir. Hersveitir Rússa eru um sjö kílómetra frá bænum, sem er mikilvæg birgðamiðstöð fyrir úkraínska herinn og óbreytta borgara í Dónetsk-héraði. Rússar hafa lagt mikið púður í að sækja í átt að Pokrovsk á undanförnum mánuðum og hafa helstu árásir rússneska hersins verið í átt að honum. Árásirnar eru bæði gerðar með stórskotaliði og með öflugum svifsprengjum. Þær geta verið tonn á þyngd og geta grandað heilu fjölbýlishúsunum í einu lagi. Í gær var níu slíkum sprengjum varpað á bæinn, samkvæmt frétt Reuters. Fréttaveitan hefur eftir embættismanni þar að íbúar hafi ekki lengur aðgang að rafmagni, vatni og gasi og á það sama við tíu nærliggjandi þorp. Hann sagði einnig að skaðinn væri svo mikill að líklega væri ómögulegt að gera við hann. Um þrettán þúsund manns búa í bænum en unnið hefur verið að því að flytja íbúa á brott á undanförnum vikum. Fyrir einum og hálfum mánuði bjuggu nærri því fimmtíu þúsund manns í Pokrovsk. Úkraínumenn hafa verið á hægu en nokkuð stöðugu undanhaldi í austurhluta Úkraínu um langt skeið. Bærinn Vuhledar, sem er suður af Pokrovsk féll nýverið í hendur Rússa en honum höfðu Úkraínumenn haldið gegn þungum árásum Rússa í rúm tvö ár. Á þeim tíma hafa verjendur Vuhledar valdið gífurlegu mannfalli hjá Rússum. Áðurnefndar svifsprengjur Rússa hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar. Svifsprengjur eru oftar en ekki gamlar og stórar hefðbundnar sprengjur sem Rússar setja vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað úr herþotum úr mikilli hæð og geta þær svifið allt að hundrað kílómetra eða lengra áður en þær lenda á skotmarki sínu, oft með mikilli nákvæmni. Áhugasamir geta séð stöðuna við Pokrovsk og annarsstaðar í Úkraínu á korti DeepState. Þannig hafa Rússar getað fellt heilu fjölbýlishúsin í einni árás, sem hefði getað tekið marga taka eða vikur með hefðbundnu stórskotaliði. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst því yfir að helsta markmið Rússa sé að ná tökum á Donbas-svæðinu svokallaða, sem myndað er af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Nú þegar stjórna Rússar um áttatíu prósentum af svæðinu. Úkraínskur dróni fangaði nýverið meðfylgjandi myndband sem sagt er sýna rússneska hermenn taka sextán úkraínska hermenn sem gáfust upp nærri Pokrovsk af lífi. Execution of Ukrainian prisoners of war by Russians. Pokrovsky Front, 30 of September 2024. https://t.co/9gTxvCzRjN pic.twitter.com/Fb2X8ikjtg— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) October 1, 2024 Færri og ekki með næg vopn Vuhledar og Pokrovsk eru ekki einu bæirnir á svæðinu sem Rússar sækja að en það á einnig við Chasiv Yar og Toretsk. Úkraínskir hermenn á svæðinu eru færri en þeir rússnesku og Rússar hafa þar að auki yfirburði þegar kemur að stórskotaliði, drónum og svifsprengjunum skæðu, eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal. Þá hefur dregið töluvert úr hergagnasendingum frá Vesturlöndum og ráðamönnum í Úkraínu hefur gengið illa að fá aukningu og að fá leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Slíkar árásir, gætu samkvæmt Úkraínumönnum létt þrýstinginn á víglínunni í austri. Það segjast þeir geta gert með árásum á vopnageymslur þar sem svifsprengjur eru geymdar og flugvelli, þar sem orrustuþoturnar sem bera þessar sprengjur taka á loft, svo eitthvað sé nefnt. AP fréttaveitan segir Rússa varpa nærri því 120 svifsprengjum á degi hverjum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Rússar hafa lagt mikið púður í að sækja í átt að Pokrovsk á undanförnum mánuðum og hafa helstu árásir rússneska hersins verið í átt að honum. Árásirnar eru bæði gerðar með stórskotaliði og með öflugum svifsprengjum. Þær geta verið tonn á þyngd og geta grandað heilu fjölbýlishúsunum í einu lagi. Í gær var níu slíkum sprengjum varpað á bæinn, samkvæmt frétt Reuters. Fréttaveitan hefur eftir embættismanni þar að íbúar hafi ekki lengur aðgang að rafmagni, vatni og gasi og á það sama við tíu nærliggjandi þorp. Hann sagði einnig að skaðinn væri svo mikill að líklega væri ómögulegt að gera við hann. Um þrettán þúsund manns búa í bænum en unnið hefur verið að því að flytja íbúa á brott á undanförnum vikum. Fyrir einum og hálfum mánuði bjuggu nærri því fimmtíu þúsund manns í Pokrovsk. Úkraínumenn hafa verið á hægu en nokkuð stöðugu undanhaldi í austurhluta Úkraínu um langt skeið. Bærinn Vuhledar, sem er suður af Pokrovsk féll nýverið í hendur Rússa en honum höfðu Úkraínumenn haldið gegn þungum árásum Rússa í rúm tvö ár. Á þeim tíma hafa verjendur Vuhledar valdið gífurlegu mannfalli hjá Rússum. Áðurnefndar svifsprengjur Rússa hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar. Svifsprengjur eru oftar en ekki gamlar og stórar hefðbundnar sprengjur sem Rússar setja vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað úr herþotum úr mikilli hæð og geta þær svifið allt að hundrað kílómetra eða lengra áður en þær lenda á skotmarki sínu, oft með mikilli nákvæmni. Áhugasamir geta séð stöðuna við Pokrovsk og annarsstaðar í Úkraínu á korti DeepState. Þannig hafa Rússar getað fellt heilu fjölbýlishúsin í einni árás, sem hefði getað tekið marga taka eða vikur með hefðbundnu stórskotaliði. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst því yfir að helsta markmið Rússa sé að ná tökum á Donbas-svæðinu svokallaða, sem myndað er af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Nú þegar stjórna Rússar um áttatíu prósentum af svæðinu. Úkraínskur dróni fangaði nýverið meðfylgjandi myndband sem sagt er sýna rússneska hermenn taka sextán úkraínska hermenn sem gáfust upp nærri Pokrovsk af lífi. Execution of Ukrainian prisoners of war by Russians. Pokrovsky Front, 30 of September 2024. https://t.co/9gTxvCzRjN pic.twitter.com/Fb2X8ikjtg— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) October 1, 2024 Færri og ekki með næg vopn Vuhledar og Pokrovsk eru ekki einu bæirnir á svæðinu sem Rússar sækja að en það á einnig við Chasiv Yar og Toretsk. Úkraínskir hermenn á svæðinu eru færri en þeir rússnesku og Rússar hafa þar að auki yfirburði þegar kemur að stórskotaliði, drónum og svifsprengjunum skæðu, eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal. Þá hefur dregið töluvert úr hergagnasendingum frá Vesturlöndum og ráðamönnum í Úkraínu hefur gengið illa að fá aukningu og að fá leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Slíkar árásir, gætu samkvæmt Úkraínumönnum létt þrýstinginn á víglínunni í austri. Það segjast þeir geta gert með árásum á vopnageymslur þar sem svifsprengjur eru geymdar og flugvelli, þar sem orrustuþoturnar sem bera þessar sprengjur taka á loft, svo eitthvað sé nefnt. AP fréttaveitan segir Rússa varpa nærri því 120 svifsprengjum á degi hverjum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13
Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27
Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18