Viðskipti innlent

Hótel Bjarkalundur til sölu á 120 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hótelið er meðal annars þekkt þar sem Dagvaktin sem sýnd var á Stöð 2 var tekin þar upp.
Hótelið er meðal annars þekkt þar sem Dagvaktin sem sýnd var á Stöð 2 var tekin þar upp. Vísir/Pjetur
Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit er nú til sölu og er meðal annars auglýstur í Skessuhorni. Hótelið var byggt árið 1945-1947 og er elsta sumarhótel landsins.

Hótelið er meðal annars þekkt þar sem Dagvaktin sem sýnd var á Stöð 2 var tekin þar upp.

Læðan, bíll persónunnar Ólafs Ragnars úr Dagvaktinni, stendur fyrir utan hótelið. Vísir/Pjetur
Fram kemur í auglýsingunni að hótelið er 1015 fermetra atvinnuhúsnæði. Á því er meðal annars veitingasalur, setustofa, bar, verslun, salernisaðstaða fyrir ferðafólk. Eldhús er vel búið tækjum, allur húsbúnaður fylgir, kjöt- og grænmetiskælar, frystigámur og goskæligámur, aðstaða fyrir starfsfólk, þvottahús með þremur þvottavélum og þurrkara.

Hótelið er með 19 herbergjum. Sex gestahús fylgja, hvert um 19,6 fermetrar með verönd með tvíbreiðu rúmi, eldhúsi, borðkrók, salerni og sturtu. Þjónustuskáli við tjaldstæði með salernis-, eldunar- og sturtuaðstöðu. Góð aðstaða er fyrir tjaldgesti utandyra, heitt og kalt vatn. Rafmagn á túni. Ásett verð samkvæmt auglýsingu er 120 milljónir króna.

Hér má skoða eignina betur.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr Dagvaktinni, sem var á dagskrá Stöðvar 2 árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×