Sport

AK Extreme í beinni: Gámastökks keppni í öllu sínu veldi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snjóbretta- og Tónlistarhátíðin AK Extreme fer nú fram á Akureyri og hefur öllu verið tjaldað til.

Hátíðin er haldin Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar nánar tiltekið í  Gilinu og Sjallanum. Hápunktur AK Extreme er  Big Jump/Gámastökks keppni Eimskips í gilinu  í kvöld og hefst sú keppni klukkan níu.

Þar koma saman færustu snjóbrettamenn Íslands ásamt erlendum keppendum þar sem að þeir keppa um AK Extreme titilinn og hringinn.

Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig hér á Vísi. Hér að ofan má horfa á keppnina í beinni en útsendingin hefst klukkan 21.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×