Lífið

Hundurinn tók bókina upp með munninum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Leó, Salka, Tianyu og Guðný, (sem sér um Sölku), í góðu yfirlæti á Borgarbókasafninu. Mynd/Þorbjörg Karlsdóttir
Leó, Salka, Tianyu og Guðný, (sem sér um Sölku), í góðu yfirlæti á Borgarbókasafninu. Mynd/Þorbjörg Karlsdóttir
 Leo og Tianyu, af hverju heitið þið svona skrítnum nöfnum?!Leo: Af því foreldrar okkar eru frá öðrum löndum.

Tianyu: Já, mamma er frá Frakklandi og pabbi frá Mexíkó.  Ég er fæddur í Kína og var ættleiddur til Íslands árið 2012 og Tianyu er kínverska nafnið mitt.

Leo: En ég er fæddur á Íslandi.

Hafið þið farið til Frakklands og Mexíkó?

Við höfum verið í Mexíkó nokkrum sinnum og oft í Frakklandi og erum orðnir vanir að ferðast í fylgd með flugfreyju.

Skiljið þið og lesið mörg tungumál? Leo: Já, íslensku, og svo eitthvað í frönsku og spænsku.



Hvað lásuð þið fyrir hundana? Leo: Ég las bókina Lesum saman fyrir hund sem heitir Latínó.

Tianyu: Og ég las Rauðhettu fyrir tíkina Sölku.

Fannst ykkur þau skilja eitthvað? Leo: Já, ég held að Latínó sé mjög klár, bókin datt og hann tók hana í munninn og skilaði henni til mín.

Tianyu: Salka hreyfði sig mikið fyrst en svo varð hún meira afslöppuð og hlustaði á mig.



Eigið þið gæludýr sem þið lesið fyrir? Leo: Við eigum kött en við höfum ekki prófað að lesa fyrir hann.

Tianyu: Kötturinn heitir Sebastian.

Hvað ætlið þið að gera skemmtilegt í sumar? Leo: Spila fótbolta og fara í heimsókn til ömmu og afa í Frakklandi. Mig langar að fara til Spánar líka.

Tianyu: Við ætlum að leika okkur mikið. Verðum í sumarskóla og svo í Frakklandi. Mig langar líka til Mexíkó.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×