Viðskipti innlent

Tveir þriðju telja krónuna vera framtíðargjaldmiðil

Bjarki Ármannsson skrifar
Tveir þriðju svarenda í könnun um peningamál meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) telja líklegt að íslenska krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar.
Tveir þriðju svarenda í könnun um peningamál meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) telja líklegt að íslenska krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Vísir/GVA
Tveir þriðju svarenda í könnun um peningamál meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) telja líklegt að íslenska krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Í öllum stærðarflokkum fyrirtækja er meirihluti svarenda þessarar skoðunar.

Niðurstöður könnunarinnar, sem framkvæmd var í síðustu viku, voru kynntar á ársfundi atvinnulífsins sem nú stendur yfir í Hörpu.

Svörunum var skipt í fjóra flokka, í örfyrirtæki (færri en tíu starfsmenn), lítil fyrirtæki (tíu til 49 starfsmenn), meðalstór fyrirtæki (fimmtíu -249 starfsmenn) og stór fyrirtæki (250 starfsmenn eða fleiri).

Langflest stóru fyrirtækjanna telja líklegt að krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar (92 prósent), þar á eftir koma örfyrirtækin (sjötíu prósent), þá meðalstór fyrirtæki (68 prósent) og loks lítil fyrirtæki (58 prósent).

Í könnuninni var meðal annars einnig spurt um það hvaða þættir í rekstri fyrirtækjanna verði fyrir mestum áhrifum af vaxtahækkunum. Mat stjórnenda fyrirtækja er að vaxtahækkanir hafi mest áhrif á hagnað, fjárfestingar og verð í þeirri röð, en litlu munar á vægi hvers þáttar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×