Viðskipti innlent

Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins

Bjarki Ármannsson skrifar
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, á fundinum í fyrra.
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, á fundinum í fyrra. Vísir/Vilhelm
Ársfundur atvinnulífsins fer fram í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan tvö og fjögur í dag. Fylgjast má með fundinum í beinni í spilaranum hér að ofan.

Líkt og fram hefur komið átti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sitjandi forsætisráðherra, að flytja ræðu á fundinum en hætti við í gær. Enginn fulltrúi ríkisstjórnarinnar mætir í stað hans.

Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru meðal þeirra sem munu ávarpa fundinn. Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics, er sérstakur gestur fundarins.

Yfirskrift fundarins er Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni. Fundargestir fá nýtt rit Samtaka atvinnulífsins um peningastefnu Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×