Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2016 13:07 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að svo virðist sem lagabreytingin sé sniðin að þessum tilteknu föngum. Kaupþingsmennirnir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, fyrrum bankastjóri í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður og einn stærsti hluthafi í Kaupþingi, losna úr haldi í dag. Þeir ljúka afplánun hjá Vernd en þeir hafa afplánað á Kvíabryggju, nú í um ár en þremenningarnir hlutu allir dóma fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Magnús og Ólafur hlutu fjögurra og hálfs árs langan dóm en Sigurður fjögurra ára dóm. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, situr enn á Kvíabryggju, en hann hlaut fimm og hálfs árs dóm í Al Thani-málinu. Stundin greinir frá þessu í dag. Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir að þar dvelji nú um 17 fangar, sem þýðir að húsið að Laugarteigi 19, er fullt. Í samtali við Þráinn kemur meðal annars fram að gert sé ráð fyrir því að bankamennirnir taki fullan þátt í almennum heimilisstörfum, uppvaski, skúringum og þrifum auk þess sem þeir borga 60 þúsund krónur í leigu.Umdeildar lagabreytingar Ástæða þess að þeir Sigurður, Magnús og Ólafur eru nú lausir af Kvíabryggju, eftir þetta skamman tíma, er umdeild lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði. Hún veitir föngum frelsi mun fyrr en verið hefur og er fullyrt að Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar, hafi beitt sér mjög fyrir þessum breytingum. Og að breytingarnar séu að einhverju leyti sniðnar að bankamönnunum. Það má í það minnsta skilja á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem situr í nefndinni, en hún var andvíg breytingunum. „Mér fannst þessi lagabreyting ekki tímabær í ljósi stöðunnar varðandi þessa tilteknu fanga. Þetta virtist vera smíðað utan um þá. Ég er samt í sjálfu sér fylgjandi því að við aukum notkun rafræns eftirlits. En það þarf að taka þá umræðu og ákveða hvaða brot eiga að falla undir þetta. Ég er sammála fangelsismálastjóra sem lýsti andstöðu sinni fyrir nefndinni,“ hefur Stundin eftir Bjarkeyju.Kerfið óviðbúið því að taka við auknum fjölda Þráinn segir, í samtali við Vísi, að ljóst sé að ekki hafi verið rætt við þá sem innan kerfisins starfi, því það sé að verulegu leyti vanbúið til að taka á móti auknum straumi fanga úr fangelsunum. Hann fagnar breytingunni sem slíkri, hugmyndafræðinni, því það sé ekki heillavænlegt að loka menn í fangelsum til lengri tíma.Þráinn. Það er við þennan mann að eiga nú fyrir bankamennina sem þurfa að ganga í hefðbundin heimilisstörf, ryksuga og skúra.visir/pjeturAlmennt segir Þráinn að þetta snúist um að veita þeim föngum skjól sem eru að koma úr afplánun eða eru í afplánun; að þeir fái færi á að bæta sig í samfélaginu. „Þeir hafa heimild til að fara út klukkan sjö á morgnana, og eru þá farnir í vinnu eða starfsendurhæfingu, meðferð eða annað sem búið er að skipuleggja. Þeir eru í því yfir daginn og koma aftur í hús fyrir klukkan sex. Og þá er tekin staða á mönnum og athugað hvort allt sé í góðu,“ segir Þráinn sem lýsir því hvernig lífið og tilveran gangi fyrir sig á Vernd.Verða að undirgangast ákveðna dagskrá „Svo koma menn aftur eftir það, geta farið út klukkan sjö að kvöldi, þeir hafa heimild til þess, þetta er auðvitað búið utan um það að menn tengi bönd sín við fjölskyldu og börn, og verða svo að vera komnir aftur í hús fyrir klukkan 23.00. Þetta er það skref sem þarf til að taka út í samfélagið aftur.“ Yfir daginn fara þeir til vinnu eða í fyrirfram ákveðið prógramm sem búið er að ákveða og semja um. „Það er eftirlit með þeim þá líka. Og fylgst er með því að menn séu að stunda það sem um er rætt.“ Víst er að þessar lagabreytingar þýða aukinn fjölda og verulega breytt mynstur í hópi þeirra fanga sem nú koma til Þráins og félaga í Vernd. Til að mynda eru umræddir bankamenn auðugir og má búast við því að bílakosturinn í hverfinu muni á þessum tíma taka nokkrum breytingum.Styttir fangelsisdóminn verulega Lagabreytingin styttir verulega þann tíma sem hinir þekktu bankamenn þurfa að afplána innan veggja fangelsisins. „Það er alltaf sami tími á Vernd, sem er þrír mánuðir, ef þú ert með 12 mánaða óskilorðsbundinn og svo er einn mánuður á hvert ár sem er eftir það. Þangað til 12 mánuðum er náð, sem er lengsti tíminn.“ Þráinn lýsir því að allir sem á Vernd dvelja hafi skyldum að gegna innan heimilisins, sem snúa að hefðbundnu heimilishaldi. „Menn fá störf á heimilinu eins og gengur og gerist, og því er jafnskipt niður, matseld, ganga frá eftir mat, skúra þrífa og ryksuga og það hlutverk er jafnt á alla.“ Þá þurfa vistmenn að greiða leigu meðan þeir dvelja á Vernd, húsaleigu- eða viðverugjald sem er 60 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Þráins er það upphæð sem þarf til reksturs hússins.Uppfært Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að fangarnir gengu með öklaband á meðan þeir afplánuðu á Vernd. Hið rétta er að þeir fá öklaband að lokinni dvöl sinni á Vernd. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Kaupþingsmennirnir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, fyrrum bankastjóri í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður og einn stærsti hluthafi í Kaupþingi, losna úr haldi í dag. Þeir ljúka afplánun hjá Vernd en þeir hafa afplánað á Kvíabryggju, nú í um ár en þremenningarnir hlutu allir dóma fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Magnús og Ólafur hlutu fjögurra og hálfs árs langan dóm en Sigurður fjögurra ára dóm. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, situr enn á Kvíabryggju, en hann hlaut fimm og hálfs árs dóm í Al Thani-málinu. Stundin greinir frá þessu í dag. Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir að þar dvelji nú um 17 fangar, sem þýðir að húsið að Laugarteigi 19, er fullt. Í samtali við Þráinn kemur meðal annars fram að gert sé ráð fyrir því að bankamennirnir taki fullan þátt í almennum heimilisstörfum, uppvaski, skúringum og þrifum auk þess sem þeir borga 60 þúsund krónur í leigu.Umdeildar lagabreytingar Ástæða þess að þeir Sigurður, Magnús og Ólafur eru nú lausir af Kvíabryggju, eftir þetta skamman tíma, er umdeild lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði. Hún veitir föngum frelsi mun fyrr en verið hefur og er fullyrt að Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar, hafi beitt sér mjög fyrir þessum breytingum. Og að breytingarnar séu að einhverju leyti sniðnar að bankamönnunum. Það má í það minnsta skilja á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem situr í nefndinni, en hún var andvíg breytingunum. „Mér fannst þessi lagabreyting ekki tímabær í ljósi stöðunnar varðandi þessa tilteknu fanga. Þetta virtist vera smíðað utan um þá. Ég er samt í sjálfu sér fylgjandi því að við aukum notkun rafræns eftirlits. En það þarf að taka þá umræðu og ákveða hvaða brot eiga að falla undir þetta. Ég er sammála fangelsismálastjóra sem lýsti andstöðu sinni fyrir nefndinni,“ hefur Stundin eftir Bjarkeyju.Kerfið óviðbúið því að taka við auknum fjölda Þráinn segir, í samtali við Vísi, að ljóst sé að ekki hafi verið rætt við þá sem innan kerfisins starfi, því það sé að verulegu leyti vanbúið til að taka á móti auknum straumi fanga úr fangelsunum. Hann fagnar breytingunni sem slíkri, hugmyndafræðinni, því það sé ekki heillavænlegt að loka menn í fangelsum til lengri tíma.Þráinn. Það er við þennan mann að eiga nú fyrir bankamennina sem þurfa að ganga í hefðbundin heimilisstörf, ryksuga og skúra.visir/pjeturAlmennt segir Þráinn að þetta snúist um að veita þeim föngum skjól sem eru að koma úr afplánun eða eru í afplánun; að þeir fái færi á að bæta sig í samfélaginu. „Þeir hafa heimild til að fara út klukkan sjö á morgnana, og eru þá farnir í vinnu eða starfsendurhæfingu, meðferð eða annað sem búið er að skipuleggja. Þeir eru í því yfir daginn og koma aftur í hús fyrir klukkan sex. Og þá er tekin staða á mönnum og athugað hvort allt sé í góðu,“ segir Þráinn sem lýsir því hvernig lífið og tilveran gangi fyrir sig á Vernd.Verða að undirgangast ákveðna dagskrá „Svo koma menn aftur eftir það, geta farið út klukkan sjö að kvöldi, þeir hafa heimild til þess, þetta er auðvitað búið utan um það að menn tengi bönd sín við fjölskyldu og börn, og verða svo að vera komnir aftur í hús fyrir klukkan 23.00. Þetta er það skref sem þarf til að taka út í samfélagið aftur.“ Yfir daginn fara þeir til vinnu eða í fyrirfram ákveðið prógramm sem búið er að ákveða og semja um. „Það er eftirlit með þeim þá líka. Og fylgst er með því að menn séu að stunda það sem um er rætt.“ Víst er að þessar lagabreytingar þýða aukinn fjölda og verulega breytt mynstur í hópi þeirra fanga sem nú koma til Þráins og félaga í Vernd. Til að mynda eru umræddir bankamenn auðugir og má búast við því að bílakosturinn í hverfinu muni á þessum tíma taka nokkrum breytingum.Styttir fangelsisdóminn verulega Lagabreytingin styttir verulega þann tíma sem hinir þekktu bankamenn þurfa að afplána innan veggja fangelsisins. „Það er alltaf sami tími á Vernd, sem er þrír mánuðir, ef þú ert með 12 mánaða óskilorðsbundinn og svo er einn mánuður á hvert ár sem er eftir það. Þangað til 12 mánuðum er náð, sem er lengsti tíminn.“ Þráinn lýsir því að allir sem á Vernd dvelja hafi skyldum að gegna innan heimilisins, sem snúa að hefðbundnu heimilishaldi. „Menn fá störf á heimilinu eins og gengur og gerist, og því er jafnskipt niður, matseld, ganga frá eftir mat, skúra þrífa og ryksuga og það hlutverk er jafnt á alla.“ Þá þurfa vistmenn að greiða leigu meðan þeir dvelja á Vernd, húsaleigu- eða viðverugjald sem er 60 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Þráins er það upphæð sem þarf til reksturs hússins.Uppfært Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að fangarnir gengu með öklaband á meðan þeir afplánuðu á Vernd. Hið rétta er að þeir fá öklaband að lokinni dvöl sinni á Vernd.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira