Lífið

Playlisti: Puff Daddy, Céline Dion, Mariah Carey og Bítlarnir kveðja SDG

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Ingi verður forsætisráðherra Íslands. Sigmundur mun hætta.
Sigurður Ingi verður forsætisráðherra Íslands. Sigmundur mun hætta. vísir/vilhelm
Fátt hefur komist að í fjölmiðlum hér innanlands en staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fráfarandi forsætisráðherra, og tengingu hans við aflandsfélagið Wintris.

Eins og heimsbyggðinni er kunnugt voru Íslendingar áberandi í Panama-skjölunum og hefur kastljósið sér í lagi beinst að ráðherrum sitjandi ríkisstjórnar; forsætisráðherranum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni og innanríkisráðherranum Ólöfu Nordal. Sigmundur Davíð hefur sagt af sér vegna málsins og mun formleg afsögn hans fer var tekinn til greina á fundi með forseta Íslands klukkan tvö í dag.

Sigmundur mun núna setjast á þing sem almennur þingmaður og hætta sem forsætisráðherra. Lífið hefur því tekið saman playlista með lögum sem kunna að vera viðeigandi um stöðuna.

Lífið kveður Sigmund Davíð sem forsætisráðherra með þessum lögum. Ef lesendur vilja bæta við lögum þá hvetjum við þá til að bæta þeim við í athugasemdarkerfið hér að neðan.

Uppáhalds lag Sigmundar Davíðs





Fleiri fréttir

Sjá meira


×