Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 11:45 Bjarni var spurður um orstír Íslands á Alþingi í dag. Vísir/Anton Brink Orðstír Íslands hefur verið til umræðu á Alþingi í dag en Helgi Hrafn Gunnarsson pírati gerði hann að sérstöku umtalsefni. Helgi Hrafn spurði hvort Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra teldi að laskað orðspor Íslands myndi gera samningsstöðu Íslands í framtíðinni erfiða; til að mynda við sölu á bönkum eða afnáms fjármagnshafta. „Hvað hyggur háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra gera til að endurheimta og styðja við orðstír Íslands þegar kemur að fjármálum og aðgerðum sem hann talar svo glaðlega um að þurfi að ráðast í?“ spurði Helgi Hrafn. Bjarni telur engan mælikvarða hægt að leggja á mikilvægi trúverðugleika Íslands. Hann sagði einfaldasta svarið það að trúverðugleiki Íslands sé gríðarlega mikilvægur. Bjarni sagði hins vegar að kastljósið sem beinist að Íslandi þyrfti ekki endilega að vera neikvætt, það væri hægt að snúa vörn í sókn og benda á það sem Íslendingar hefðu gert rétt hvað varðar alþjóðlegan skattarétt. Nefndi hann í því samhengi CFC-reglurnar sem lögfestar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Ég er alveg sammála því að þetta eru aðstæður sem valda okkur áhyggjum. En við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð sem þjóðin hefur falið okkur að vinna úr þessum málum, málefnalega og í einhverju jafnvægi,“ sagði Bjarni. Þá tók hann sem dæmi þá neikvæðu athygli sem Ísland fékk í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli. „Þetta er að vísu ekki alveg sambærilegt dæmi,“ viðurkenndi Bjarni en taldi að þjóðin ætti að líta neikvæða umfjöllun undanfarinna daga sömu augum. „Við vorum í miklum vanda og neikvæðri umræðu þegar hér urðu eldraskanir og mikil umbrot. Það kastljós sem beindist að okkur á þeim tíma, það var nýtt til að koma á framfæri réttum skilaboðum.“ Panama-skjölin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Orðstír Íslands hefur verið til umræðu á Alþingi í dag en Helgi Hrafn Gunnarsson pírati gerði hann að sérstöku umtalsefni. Helgi Hrafn spurði hvort Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra teldi að laskað orðspor Íslands myndi gera samningsstöðu Íslands í framtíðinni erfiða; til að mynda við sölu á bönkum eða afnáms fjármagnshafta. „Hvað hyggur háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra gera til að endurheimta og styðja við orðstír Íslands þegar kemur að fjármálum og aðgerðum sem hann talar svo glaðlega um að þurfi að ráðast í?“ spurði Helgi Hrafn. Bjarni telur engan mælikvarða hægt að leggja á mikilvægi trúverðugleika Íslands. Hann sagði einfaldasta svarið það að trúverðugleiki Íslands sé gríðarlega mikilvægur. Bjarni sagði hins vegar að kastljósið sem beinist að Íslandi þyrfti ekki endilega að vera neikvætt, það væri hægt að snúa vörn í sókn og benda á það sem Íslendingar hefðu gert rétt hvað varðar alþjóðlegan skattarétt. Nefndi hann í því samhengi CFC-reglurnar sem lögfestar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Ég er alveg sammála því að þetta eru aðstæður sem valda okkur áhyggjum. En við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð sem þjóðin hefur falið okkur að vinna úr þessum málum, málefnalega og í einhverju jafnvægi,“ sagði Bjarni. Þá tók hann sem dæmi þá neikvæðu athygli sem Ísland fékk í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli. „Þetta er að vísu ekki alveg sambærilegt dæmi,“ viðurkenndi Bjarni en taldi að þjóðin ætti að líta neikvæða umfjöllun undanfarinna daga sömu augum. „Við vorum í miklum vanda og neikvæðri umræðu þegar hér urðu eldraskanir og mikil umbrot. Það kastljós sem beindist að okkur á þeim tíma, það var nýtt til að koma á framfæri réttum skilaboðum.“
Panama-skjölin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira