Lífið

Hjörð erlendra blaðamanna óð yfir Heimi Má - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt atvik.
Skemmtilegt atvik.
Okkar maður Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, stóð vaktina í Alþingishúsinu í beinni útsendingu í gærkvöldi.

Tilefnið var að stjórnarflokkarnir tilkynntu um áframhaldandi ríkistjórnarsamstarf og að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi stíga til hliðar og setjast á þing sem almennur þingmaður.

Gríðarlegur fjöldi fjölmiðlamanna var á svæðið og þegar íslensku fréttamennirnir höfðu rætt við Sigurð Inga Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, var komið að erlendum blaðamönnum að fá sinn tíma og sínar spurningar.

Um leið og það var tilkynnt fékk Heimir Már fjölda fréttamanna í fangið og varð hann hreinlega undir í örtröðinni.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×