Áttræður Gary Player og átta aðrir fóru holu í höggi í gær | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2016 15:15 Gary Player var léttur í gær eins og alltaf. vísir/getty Jimmy Walker stóð uppi sem sigurvegari í par 3-keppninni á The Masters í gærkvöldi en það er hin hefðbundna upphitun fyrir fyrsta risamót ársins. The Masters, sem fram fer á Agusta-vellinum í Georgíu eins og alltaf, hefst í dag en menn hituðu upp á léttu nótunum í par 3-keppninni í gær. Staða pinnanna á flötunum er þannig að auðveldara en vanalega er að fara holu í höggi enda allt til gamans gert. Fimm holur í höggi litu dagsins ljós í keppninni í fyrra en það tvöfaldaðist næstum í ár. Alls fóru níu kylfingar holu í höggi í par 3-keppninni í gær, þar á meðal hinn áttræði Gary Player. Allt ætlaði um koll að keyra þegar þessi mikli höfðingi sökti upphafshögginu á sjöundu braut. Þetta var í fjórða sinn sem hann fer holu í höggi í þessari keppni. Rickie Fowler og Justin Thomas fóru svo báðir holu í höggi á fjórðu braut og brutust þá út mikili fagnaðarlæti. Jordan Spieth sló á eftir þeim en náði ekki að setja boltann ofan í. Sigurvegarinn Jimmy Walker auk þeirra Andy Sullivan, Zach Johnson, David Lingmerth, Smylie Kaufman og Webb Simpson fóru einnig holu í höggi í gær. Myndband af þessari ásaveislu má sjá með því að smella hér. Golf Tengdar fréttir Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jimmy Walker stóð uppi sem sigurvegari í par 3-keppninni á The Masters í gærkvöldi en það er hin hefðbundna upphitun fyrir fyrsta risamót ársins. The Masters, sem fram fer á Agusta-vellinum í Georgíu eins og alltaf, hefst í dag en menn hituðu upp á léttu nótunum í par 3-keppninni í gær. Staða pinnanna á flötunum er þannig að auðveldara en vanalega er að fara holu í höggi enda allt til gamans gert. Fimm holur í höggi litu dagsins ljós í keppninni í fyrra en það tvöfaldaðist næstum í ár. Alls fóru níu kylfingar holu í höggi í par 3-keppninni í gær, þar á meðal hinn áttræði Gary Player. Allt ætlaði um koll að keyra þegar þessi mikli höfðingi sökti upphafshögginu á sjöundu braut. Þetta var í fjórða sinn sem hann fer holu í höggi í þessari keppni. Rickie Fowler og Justin Thomas fóru svo báðir holu í höggi á fjórðu braut og brutust þá út mikili fagnaðarlæti. Jordan Spieth sló á eftir þeim en náði ekki að setja boltann ofan í. Sigurvegarinn Jimmy Walker auk þeirra Andy Sullivan, Zach Johnson, David Lingmerth, Smylie Kaufman og Webb Simpson fóru einnig holu í höggi í gær. Myndband af þessari ásaveislu má sjá með því að smella hér.
Golf Tengdar fréttir Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45