Viðskipti innlent

Farþegum WOW air fjölgaði um 145%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skúli Mogensen er stofnandi og forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen er stofnandi og forstjóri WOW air. vísir/vilhelm
WOW air flutti 79 þúsund farþega til og frá landinu í mars eða um 145 prósent fleiri farþega en í mars árið 2015. Sætanýting WOW air í mars var 89,4 prósent en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 89 prósent. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 193 prósent í mars frá því á sama tíma í fyrra.

Það sem af er árinu hefur WOW air flutt um 193 þúsund farþega en það er 119 prósent aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður en samkvæmt ferðamálaráði var heildaraukning á ferðamönnum á fyrsta ársfjórðungi 35,5 prósent.

WOW air mun auka sætaframboð sitt um 127 prósent á árinu í 1,9 milljón sæta en á síðasta ári var sætaframboð félagsins 837 þúsund sæti.

Í vor mun flugfloti WOW air telja ellefu flugvélar þar á meðal þrjár breiðþotur að gerðinni Airbus A330. Allar vélarnar verða skráðar á flugrekstrarleyfi félagsins en til samanburðar þá voru aðeins tvær flugvélar skráðar á leyfi WOW air síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×