Framganga forsætisráðherra yfirgengileg Birta Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2016 23:42 Martin Weill, fréttamaður Canal+ í Frakklandi. vísir/stöð 2 Kastljós vesturlanda beinist nú að Íslandi og fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála. Franskur fréttamaður segir málið ekki hafa skaðað ímynd Íslands, innlendir sem erlendir stjórnmálamenn séu þeir sem rúnir eru trausti. Nafn Íslands kemur umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Erlendir blaðamenn fylgjast grannt með gangi mála hér á landi en þykir sumum þeirra erfitt að henda reiður á atburðarásinni. Svo hröð hefur hún verið. „Ég er alls enginn sérfræðingur í íslenskri pólitík en það sem vekur furðu okkar er hvernig forsætisráðherrann tekur á hlutunum. Fyrst segist hann ekki ætla að segja af sér, svo reynir hann að rjúfa þing til að bjarga eigin skinni, svo segist hann ætla að segja af sér en sendir svo erlendum fjölmiðlum yfirlýsingu um að hann sé í rauninni ekki að segja af sér heldur aðeins að stíga til hliðar í smátíma. Þetta er yfirgengilegt," sagði Martin Weill, fréttamaður á Canal+ í Frakklandi. Mótmælin vekja sömuleiðis mikla athygli og meðferð landans á banönum hefur sömuleiðis skapað umtal. „Þegar fólk kastar bönunum í alþingishúsið eru það myndir sem fá fólk til að horfa,” segir Martin.Málið skaðað íslenska stjórnmálamenn en ekki Ísland „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ sagði Camilla Slyngborg, fréttamaður hjá TV2 í Danmörku. Viðmælendur voru sammála um að umfjöllun komi ekki til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland,“ segir Camilla. „Ég held ekki að það hafi skaðað Ísland á neinn hátt. Ég held að það hafi skaðað íslenska stjórnmálamenn og auk þess held ég að þetta hafi skaðað stjórnmálamenn um allan heim. Ég held að fólk horfi til Íslands núna, ekki bara vegna Íslands heldur hugsi það að svona sé pólitíkin í mörgum löndum. Það séu svo margir stjórnmálamenn sem tengjast þessu að það segi okkur eitthvað um það hvernig okkur er stjórnað,” segir Martin. Panama-skjölin Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira
Kastljós vesturlanda beinist nú að Íslandi og fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála. Franskur fréttamaður segir málið ekki hafa skaðað ímynd Íslands, innlendir sem erlendir stjórnmálamenn séu þeir sem rúnir eru trausti. Nafn Íslands kemur umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Erlendir blaðamenn fylgjast grannt með gangi mála hér á landi en þykir sumum þeirra erfitt að henda reiður á atburðarásinni. Svo hröð hefur hún verið. „Ég er alls enginn sérfræðingur í íslenskri pólitík en það sem vekur furðu okkar er hvernig forsætisráðherrann tekur á hlutunum. Fyrst segist hann ekki ætla að segja af sér, svo reynir hann að rjúfa þing til að bjarga eigin skinni, svo segist hann ætla að segja af sér en sendir svo erlendum fjölmiðlum yfirlýsingu um að hann sé í rauninni ekki að segja af sér heldur aðeins að stíga til hliðar í smátíma. Þetta er yfirgengilegt," sagði Martin Weill, fréttamaður á Canal+ í Frakklandi. Mótmælin vekja sömuleiðis mikla athygli og meðferð landans á banönum hefur sömuleiðis skapað umtal. „Þegar fólk kastar bönunum í alþingishúsið eru það myndir sem fá fólk til að horfa,” segir Martin.Málið skaðað íslenska stjórnmálamenn en ekki Ísland „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ sagði Camilla Slyngborg, fréttamaður hjá TV2 í Danmörku. Viðmælendur voru sammála um að umfjöllun komi ekki til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland,“ segir Camilla. „Ég held ekki að það hafi skaðað Ísland á neinn hátt. Ég held að það hafi skaðað íslenska stjórnmálamenn og auk þess held ég að þetta hafi skaðað stjórnmálamenn um allan heim. Ég held að fólk horfi til Íslands núna, ekki bara vegna Íslands heldur hugsi það að svona sé pólitíkin í mörgum löndum. Það séu svo margir stjórnmálamenn sem tengjast þessu að það segi okkur eitthvað um það hvernig okkur er stjórnað,” segir Martin.
Panama-skjölin Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira