Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um kosningar í haust. vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, verður nýr utanþingsráðherra. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti hún mun fara fyrir en leiða má líkur að því að hún taki við af Sigurði Inga sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Boðað verður til ríkisráðsfundar á Bessastöðum upp úr hádegi í dag að sögn Sigurðar Inga. Kosningum verður flýtt fram á haust. Það kom fram í máli Bjarna Benediktssonar að fyrst kjörtímabilið styttist um einn vetur blasi það við að forgangsraða þurfi í stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Ósætti er innan stjórnarflokkanna. Ekki var kosið um tillöguna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ósætti er með hana meðal nokkurra þingmanna. „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu, þetta var tillaga formanns og ákvörðun hans. Tíminn verður að leiða það í ljós hversu vel þetta gengur,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um málið. Um ákvörðunina að halda kosningar í haust segir hún: „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins.“ Vigdís Hauksdóttir segist vera ósátt við að gengið var fram hjá henni hvað ráðherrasæti varðar. Vigdís segir Lilju færa konu. „En mér finnst forysta flokksins hafa gengið fram hjá mér í annað sinn,“ segir hún. Í máli forystumanna stjórnarandstöðunnar kom fram að kosningar í fyrra falli væri skref í rétta átt en engu að síður hundsi stjórnarflokkarnir kall almennings eftir tafarlausum kosningum. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram nýja tillögu um vantraust á nýja ríkisstjórn. „Þau bjóða þjóðinni upp á framlengt dauðastríð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem sagði einnig að stjórnarflokkarnir væru of laskaðir til að stýra landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, verður nýr utanþingsráðherra. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti hún mun fara fyrir en leiða má líkur að því að hún taki við af Sigurði Inga sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Boðað verður til ríkisráðsfundar á Bessastöðum upp úr hádegi í dag að sögn Sigurðar Inga. Kosningum verður flýtt fram á haust. Það kom fram í máli Bjarna Benediktssonar að fyrst kjörtímabilið styttist um einn vetur blasi það við að forgangsraða þurfi í stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Ósætti er innan stjórnarflokkanna. Ekki var kosið um tillöguna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ósætti er með hana meðal nokkurra þingmanna. „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu, þetta var tillaga formanns og ákvörðun hans. Tíminn verður að leiða það í ljós hversu vel þetta gengur,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um málið. Um ákvörðunina að halda kosningar í haust segir hún: „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins.“ Vigdís Hauksdóttir segist vera ósátt við að gengið var fram hjá henni hvað ráðherrasæti varðar. Vigdís segir Lilju færa konu. „En mér finnst forysta flokksins hafa gengið fram hjá mér í annað sinn,“ segir hún. Í máli forystumanna stjórnarandstöðunnar kom fram að kosningar í fyrra falli væri skref í rétta átt en engu að síður hundsi stjórnarflokkarnir kall almennings eftir tafarlausum kosningum. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram nýja tillögu um vantraust á nýja ríkisstjórn. „Þau bjóða þjóðinni upp á framlengt dauðastríð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem sagði einnig að stjórnarflokkarnir væru of laskaðir til að stýra landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira