Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. apríl 2016 22:18 Höskuldur Þórhallsson í þinghúsinu í kvöld. vísir Höskuldur Þórhallson var eini þingmaður Framsóknarflokksins sem studdi ekki tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, um að hann myndi víkja sæti sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður, taka við því embætti. Í viðtali við Svein Arnarsson, fréttamann 365, í þinghúsinu í kvöld sagði Höskuldur að hann hefði ekki stutt tillöguna vegna þess að hann taldi ekki að hún myndi leysa vandann eins og hún var lögð fram í heild sinni. Segja má að Höskuldur hafi að vissu leyti stolið senunni í þinghúsinu í kvöld þegar hann hélt að búið væri að segja fjölmiðlamönnum frá niðurstöðunni af fundi þingflokks Framsóknarflokksins þegar hann rölti niður stigann og mætti hópi fjölmiðlamanna.Uppákomuna má sjá hér að neðan.Höskuldur sagði niðurstöðuna þá að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra og um það væri einhugur í flokknum. Þá sagði hann að Lilja Alfreðsdóttir væri einnig ráðherraefni Framsóknarflokksins. Ekki lægi fyrir hvenær efnt yrði til kosninga en Framsókn og Sjálfstæðisflokkur er enn á fundi. Nefndi Höskuldur að Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni flokksins áður en hann áttaði sig á því að fjölmiðlamenn hefðu ekki fengið þau tíðindi. Staðfesti hann í kjölfarið að Sigurður Ingi væri forsætisráðherraefni flokksins. Frægt er orðið þegar Höskuldur var tilkynntur sem nýr formaður Framsóknar árið 2009, of snemma. Í ljós kom að um ranga tilkynningu var að ræða og var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson útnefndur formaður flokksins eins og sjá má nánar hér að neðan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Vigdís um ráðherraskipan: „Gengið framhjá mér í annað sinn“ Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segist afar sátt við ráðherraefni flokksins, Lilju Alfreðsdóttur. 6. apríl 2016 21:43 Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Höskuldur Þórhallson var eini þingmaður Framsóknarflokksins sem studdi ekki tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, um að hann myndi víkja sæti sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður, taka við því embætti. Í viðtali við Svein Arnarsson, fréttamann 365, í þinghúsinu í kvöld sagði Höskuldur að hann hefði ekki stutt tillöguna vegna þess að hann taldi ekki að hún myndi leysa vandann eins og hún var lögð fram í heild sinni. Segja má að Höskuldur hafi að vissu leyti stolið senunni í þinghúsinu í kvöld þegar hann hélt að búið væri að segja fjölmiðlamönnum frá niðurstöðunni af fundi þingflokks Framsóknarflokksins þegar hann rölti niður stigann og mætti hópi fjölmiðlamanna.Uppákomuna má sjá hér að neðan.Höskuldur sagði niðurstöðuna þá að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra og um það væri einhugur í flokknum. Þá sagði hann að Lilja Alfreðsdóttir væri einnig ráðherraefni Framsóknarflokksins. Ekki lægi fyrir hvenær efnt yrði til kosninga en Framsókn og Sjálfstæðisflokkur er enn á fundi. Nefndi Höskuldur að Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni flokksins áður en hann áttaði sig á því að fjölmiðlamenn hefðu ekki fengið þau tíðindi. Staðfesti hann í kjölfarið að Sigurður Ingi væri forsætisráðherraefni flokksins. Frægt er orðið þegar Höskuldur var tilkynntur sem nýr formaður Framsóknar árið 2009, of snemma. Í ljós kom að um ranga tilkynningu var að ræða og var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson útnefndur formaður flokksins eins og sjá má nánar hér að neðan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Vigdís um ráðherraskipan: „Gengið framhjá mér í annað sinn“ Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segist afar sátt við ráðherraefni flokksins, Lilju Alfreðsdóttur. 6. apríl 2016 21:43 Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Vigdís um ráðherraskipan: „Gengið framhjá mér í annað sinn“ Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segist afar sátt við ráðherraefni flokksins, Lilju Alfreðsdóttur. 6. apríl 2016 21:43
Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00