Viðskipti innlent

Hagnaður Guðmundar Tyrfingssonar nær þrefaldast

Ingvar Haraldsson skrifar
Helena Herborg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri og einn eigenda Guðmundar Tyrfingssonar.
Helena Herborg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri og einn eigenda Guðmundar Tyrfingssonar. vísir/valli
Hagnaður ferðaskrifstofunnar og rútufyrirtækisins Guðmundar Tyrfingssonar nær þrefaldaðist milli ára, var 23,5 milljónir á síðasta ári en 8,3 milljónir árið 2014.

Í samandregnum ársreikningi félagsins kemur fram að rekstrarhagnaður hafi numið 67,8 milljónum króna árið 2015 miðað við 55,6 milljónir árið 2014. Þá námu afskriftir 32,3 milljónum króna miðað við 41,8 milljónir árið 2014.

Rekstrarhagnaður nam 35,5 milljónum en 13,8 milljónum árið 2014.

Fjármunatekjur voru neikvæðar um 4,8 milljónir sem er aukning um 3,3 milljónir milli ára.

Eignir félagsins nema 542 milljónum og aukast um 44 milljónir milli ára.

Þar af eru bifreiðar bókfærðar á 133,5 milljónir, eignarhlutir í öðrum félögum á 40 milljónir og skammtímakröfur á 331,8 milljónir króna, sem er aukning um ríflega 60 milljónir milli ára.

Eigið fé félagsins nemur 265 milljónum króna og eykst um 12 milljónir króna milli ára.

Þá aukast skuldir jafnfram um tæpar 32 milljónir króna og námu 277 milljónum króna. 11,5 milljónir voru greiddar í arð á síðasta ári. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×