Borgarskjalavörður: Fólk á ekki rétt á að sjá Panama-skjölin Ingvar Haraldsson og Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur er skjalavarsla Mossack Fonseca í Panama sögð áhugaverð. Ekki liggur fyrir hvaða hugbúnaður var notaður þar. NORDICPHOTOS/AFP „Skjalavörður hlýtur alltaf í prinsippinu að vera á móti því að verið sé að fara með ólögmætum hætti inn í svona gagnasöfn,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður um gagnalekann frá Mossack Fonseca í Panama. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ segir í færslu sem Svanhildur ritar á Facebook-síðu Borgarskjalasafans. „Af því þetta er ekki gagnaleki, þetta er gagnastuldur,“ segir hún. Svanhildur segist þó ekki vera að taka neina afstöðu til gagnanna sjálfra og upplýsinganna sem koma fram í þeim. Bent er á að fram hafi komið að 11,5 milljónum skjala hafi verið lekið til fjölmiðla. „Á Íslandi eru það upplýsingalög sem eiga að tryggja gegnsæi í opinberri stjórnsýslu með því að ákveða aðgang og birtingu upplýsinga,“ segir í færslu Borgarskjalasafnsins. „Pananama-skjölin er ekki eitthvað sem almenningur á rétt á að skoða, þetta er um einkamálefni einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Svanhildur. Fremur ætti að efla samstarf og upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ Þá segir að „óbein umræða“ um skjalavörslu Mossack Fonseca hafi vakið athygli skjalavarða. „Fram hefur komið að það hafi auðveldað vinnu blaðamanna að skjalavarsla fyrirtækisins var mjög skipulögð og hafði hver viðskiptavinur sína möppu sem gat verið frá nokkrum skjölum og upp í 3.000 skjöl,“ segir Borgarskalasafnið sem kveður Mossack Fonseca virðast hafa talað fyrir pappírslausri skjalavörslu. „Ekki hefur komið fram hvaða hugbúnaður hefur verið notaður hjá Mossack Fonseca við að halda utan um skjöl sín með skipulögðum hætti. Áhugavert væri að heyra meira um þessa hlið málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
„Skjalavörður hlýtur alltaf í prinsippinu að vera á móti því að verið sé að fara með ólögmætum hætti inn í svona gagnasöfn,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður um gagnalekann frá Mossack Fonseca í Panama. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ segir í færslu sem Svanhildur ritar á Facebook-síðu Borgarskjalasafans. „Af því þetta er ekki gagnaleki, þetta er gagnastuldur,“ segir hún. Svanhildur segist þó ekki vera að taka neina afstöðu til gagnanna sjálfra og upplýsinganna sem koma fram í þeim. Bent er á að fram hafi komið að 11,5 milljónum skjala hafi verið lekið til fjölmiðla. „Á Íslandi eru það upplýsingalög sem eiga að tryggja gegnsæi í opinberri stjórnsýslu með því að ákveða aðgang og birtingu upplýsinga,“ segir í færslu Borgarskjalasafnsins. „Pananama-skjölin er ekki eitthvað sem almenningur á rétt á að skoða, þetta er um einkamálefni einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Svanhildur. Fremur ætti að efla samstarf og upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ Þá segir að „óbein umræða“ um skjalavörslu Mossack Fonseca hafi vakið athygli skjalavarða. „Fram hefur komið að það hafi auðveldað vinnu blaðamanna að skjalavarsla fyrirtækisins var mjög skipulögð og hafði hver viðskiptavinur sína möppu sem gat verið frá nokkrum skjölum og upp í 3.000 skjöl,“ segir Borgarskalasafnið sem kveður Mossack Fonseca virðast hafa talað fyrir pappírslausri skjalavörslu. „Ekki hefur komið fram hvaða hugbúnaður hefur verið notaður hjá Mossack Fonseca við að halda utan um skjöl sín með skipulögðum hætti. Áhugavert væri að heyra meira um þessa hlið málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira