Um óvandaða ákvörðun varðandi nýjan Landspítala Hans Gústafsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Frá því að ákveðið var á sínum tíma að verja stórum hluta söluandvirðis Landsímans til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss hefur ákvörðunin um staðarval og stærð verið umdeild. Hrunið bætti ekki úr skák því söluandvirði Símans gufaði upp eins og dögg fyrir sólu og gott betur. Nú er sem betur fer allt á uppleið og hugur í fólki að hefjast handa við uppbygginguna. En nú bregður svo við, að þótt flestir vilji nýjan spítala vill drjúgur meirihluti landsmanna sem og heilbrigðisstarfsmanna að ekki verði byggt upp við Hringbraut. Fyrir rúmum þremur árum, þegar ég var í mastersnámi í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík (HR), valdi ég sem lokaverkefni að kanna ákvörðunarferlið sem leiddi til þeirrar niðurstöðu að byggja stórt sjúkrahús við Hringbraut. Það sem ég lagði til grundvallar var Theoretical Functional Model (sem á íslensku má kalla Hagnýtt fræðilegt módel) eftir hugmyndum D. R. Forsyth. Samkvæmt því módeli má skipta ákvörðunarferlinu í nokkra þætti sem hver hefur skýrt afmarkaðan tilgang. Það sem ég rak mig strax á var að ákvörðunarferlið að baki nýjum Landspítala háskólasjúkrahúsi (NLSH) fylgdi illa þessu módeli eða öðrum sem ég bar það við og áberandi var að mörkin á milli þátta voru óskýr. Góð ákvörðun byggir á því að hverjum þætti ákvörðunarferilsins sé fylgt, skráning gagna í hverjum þætti ítarleg og frágangur þeirra gagna sem skilað er á milli þátta vandaður. Í upphafi ákvörðunarferilsins er í fyrsta lagi afar brýnt að það sé skýrt um hvað á að taka ákvörðun. Í öðru lagi að allir sem að ákvörðuninni koma skilji með sama hætti hvað það er sem á að ákveða og að allir séu sammála um hvernig vinnuferlið að ákvörðuninni á að vera. Þriðja atriðið, og það umfangsmesta í ákvörðunarferlinu, er að afla gagna og bera saman mismunandi valkosti, vega og meta kosti þeirra og galla og reyna að velja þann valkost sem bestur þykir. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að slíku ferli góðrar ákvörðunar hafi ekki verið fylgt þegar ákveðið var að byggja NLSH við Hringbraut. Fyrir mér er þetta einfaldlega dæmi um óvandaða ákvörðun. Hér á eftir mun ég að skýra hvers vegna ég hef komist að þeirri niðurstöðu. Þar liggur tvennt að baki. Annars vegar veikur rökstuðningur vegna staðarvalsins og hins vegar tapað tækifæri til að bera saman valkosti á öðrum stöðum.Veikur rökstuðningur staðarvals Nefnd sem starfaði fyrir Heilbrigðisráðuneytið á árunum 2004 til 2006 var ætlað að vinna að undirbúningi vegna byggingar nýs spítala. Þessi nefnd fær í hendurnar ákvörðun staðarvalsnefndar sem starfaði árið 2000. 2004-6 nefndinni var því ekki ætlað að fjalla um staðarvalið heldur einungis hvers konar spítala ætti að byggja við Hringbraut. Staðarvalsnefnd frá árinu 2000 setti fram hvaða skilyrði staðsetning væntanlegs spítala þyrfti að uppfylla og vegur og metur út frá því. Það er augljóst af mörgum þeirra skilyrða sem nefndin setti að einungis Hringbraut kæmi til greina. Þarna virðist því ráða för það sem á ensku er kallað Implicit favourite, sem ég kýs að kalla dulið dálæti. Dulið dálæti merkir að í upphafi er búið að ákveða hver niðurstaðan á að vera. Til að dylja að svo sé eru aðrir möguleikar bornir saman við þann valkost sem búið er að ákveða og tryggt að þeir komi ekki eins vel út. Þannig setti 2000-nefndin skilyrði sem einungis eiga við um Hringbraut, auk þess sem þeim er gefið óeðlilega mikið vægi. Eitt af þessum skilyrðum er nálægðin við flugvöllinn í Vatnsmýrinni, þótt ekki liggi fyrir samkomulag um að flugvöllurinn verði á þessum eftir árið 2022. Því hefði þetta skilyrði aldrei átt að koma til álita. Annað skilyrði er nálægðin við Háskóla Íslands (HÍ), nánar tiltekið Heilbrigðisvísindasvið HÍ. Þetta er nú hálf skondið því lengi hefur verið gert ráð fyrir að húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs HÍ við Hringbraut verði rifið og annað byggt í staðinn. Þar sem nýtt húsnæði HÍ mætti byggja hvar sem er, ætti þetta atriði ekki heldur að hafa verið eitt af skilyrðunum fyrir staðarvali. Þriðja atriðið sem mér þykir benda til að dulið dálæti hafi ráðið för við staðarvalið er sú fullyrðing að hægt verði að nýta stóran hluta þess húsakosts sem nú þegar er til staðar við Hringbraut og því væri hægt að komast af með minna byggingarmagn, og þar af leiðandi minni byggingarkostnað, en ef spítalinn yrði reistur annars staðar. Þeir sérfræðingar sem ég hef rætt við telja það af og frá, einfaldlega vegna þess að megnið af því húsnæði sem er við Hringbraut er orðið gamalt og því hefur verið illa haldið við í gegnum árin. Fyrir utan að henta mjög illa nútíma sjúkrahússtarfssemi þarf að gera þetta húsnæði upp nánast frá grunni með tilheyrandi tilkostnaði. NLSH kæmi því til með að sitja uppi með húsnæði sem erfitt gæti reynst að fella að starfsemi nýja spítalans auk þess sem það kostar líklega mun meira að gera það upp en að byggja nýtt. Sparnaðurinn við að endurnýta eldra húsnæði við Hringbraut verður því enginn, heldur verður þvert á móti dýrara að nýta þetta húsnæði. Þar með fellur þetta skilyrði einnig um sjálft sig og hefði ekki heldur átt að vera ráðandi þáttur við staðarvalið.Glatað tækifæri til góðrar ákvörðunar Hér að framan nefndi ég nokkra þætti sem þurfa að liggja til grundvallar góðri ákvörðun. Einn þessara þátta er að kanna þá kosti sem koma til greina, vega þá og meta og velja þann sem þykir bestur. Hið dulda dálæti á Hringbrautinni ýtti öllum öðrum valkostum út af borðinu og því voru þeir ekki kannaðir nánar. Nú er að koma æ betur í ljós að það eru ansi margir aðrir þættir varðandi NLSH sem hefði þurft að huga að áður en staðsetningin var ákveðin. Við erum að gera okkur æ betur grein fyrir því að bygging af þeirri stærð sem fyrirhugað er að reisa við Hringbrautina hefur í för með sér mun meira rask og ónæði en þetta takmarkaða svæði, í miðri íbúðabyggð, getur borið. Þegar við bætist gríðarleg fjölgun ferðamanna, með tilheyrandi framkvæmdum nánast á þessu sama svæði, má segja að miðbærinn anni ekki allri þessari framkvæmdagleði. Það verður einnig að horfa til þess að NLSH verður ekki stækkaður, verði hann staðsettur við Hringbraut, nema að ryðja úr vegi stórum hluta íbúðabyggðarinnar í kringum spítalann. Enn eitt atriðið sem hefði átt að vega þyngra í ákvörðuninni er landfræðileg staðsetning NLSH með tilliti til höfuðborgarsvæðisins alls. Segja má að NLSH við Hringbraut verði staðsettur í botni á trekt. Vestan núverandi spítala búa í kringum tuttugu þúsund manns. Austan við spítalann búa aftur á móti nærri tvö hundruð þúsund. Sé reiknað með að NLSH eigi að þjóna öllu landinu þá verður einnig að taka með í reikninginn það svæði utan stór-Reykjavíkursvæðisins, sem gera má ráð fyrir að sjúklingar komi landleiðina á spítalann, í sjúkrabíl eða á eigin bíl. Þetta svæði nær í það minnsta til Borgarness, austur til Hvolsvallar og Reykjanesið allt. Þarna er um tugi þúsunda íbúa til viðbótar að ræða. Þessi þrjú atriði, þ.e. að framkvæmdin valdi sem minnstu raski á byggingartímanum, möguleikar á stækkun í framtíðinni og aðgengi að spítalanum landleiðina, hefðu átt að vega mun þyngra þegar ákvörðun um staðsetningu NLSH var tekin. Til að svo hefði getað orðið, hefði staðarvalið átt að vera hluti af heildar ákvörðuninni en ekki vera frágengið áður en þessir þættir voru skoðaðir.Ónákvæmni svo jaðrar við fölsun Hið dulda dálæti getur einnig leitt til þess að upplýsingum sé hagrætt eða þeim haldið leyndum. Dæmi um slíkt eru upplýsingar um bílamál starfsmanna Landspítalans. Á sama tíma og ég var að vinna að mínu lokaverkefni í HR var nemi í verkfræðideildinni að vinna að mastersverkefni þar sem skoðað var umferðarlíkan og umferð starfsmanna LSH til og frá vinnu m.a. notuð sem dæmi. Í ljós kom að LSH gaf upp færri bíla sem starfsmenn kæmu á til vinnu en reyndist þegar bílar starfsmanna voru taldir. LSH gaf einungis upp tölur um þá bíla sem lagt var á bílastæðum spítalans en um 30% bílanna var lagt í nágrenni við spítalann. Hin hagrædda lægri tala hefur verið notuð þegar framtíðarferlimál starfsmanna eru áætluð af þeim sem með málefni NLSH hafa farið. Þegar í ljós kom að þessi hagrædda tala, auk þeirra sem reikna má með að bætast munu við núverandi starfsmannafjölda og búast má við að muni valda umferðaröngþveiti í kringum spítalann, var svarið að breyta ætti hegðun starfsmanna: þeir ættu að koma hjólandi, í strætó, deila bíl saman og þar fram eftir götunum. Vægt til orða tekið verður að telja það afar hæpið að byggja framtíðarspár um umferðarmál á væntum breytingum á hegðun. Síðasta atriðið sem ég vil nefna, og er þó enn af nógu að taka, er þyrlupallurinn. Gert er ráð fyrir að þyrlupallur NLSH verði á þaki spítalans! Verkfræðingur sem ég talaði við nýlega og þekkir vel til nýbyggðra sjúkrahúsa sagðist þekkja afar fá dæmi þess að þyrlupallar væru á þökum spítala. Yfirleitt væri reynt, vegna slysahættu, að hafa lendingarstaði þyrla í nokkur hundruð metra fjarlægð frá sjúkrahúsum. Í ljósi þess að NLSH á að vera langstærsti spítali landsins er í besta falli varasamt að hafa þyrlupallinn á þaki spítalans.Dregið saman Mín niðurstaða er, bæði nú og eins þegar ég vann að lokaverkefninu mínu, að ákvörðunin um staðsetningu NLSH sé illa ígrunduð og óvönduð. Staðarvalið er sett fremst í ferlið þegar það ætti í raun að vera órofa hluti af heildarákvörðunarferlinu. Í mínum huga leikur lítill vafi á því að þeir sem réðu staðarvalinu létu stjórnast af duldu dálæti á Hringbrautinni og hafi aldrei ætlað sér að skoða aðra valkosti. Enn er tími til að lagfæra þessi mistök svo þessi stærsta framkvæmd þjóðarinnar í heilbrigðismálum á endi ekki í einu allsherjar klúðri. Til að tryggja að svo verði ekki þarf að viðhafa vandað og vel ígrundað ákvörðunarferli. Nú þarf að taka höndum saman og bretta upp ermar, því við höfum verk að vinna. Við eigum skilið betri spítala á betri stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því að ákveðið var á sínum tíma að verja stórum hluta söluandvirðis Landsímans til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss hefur ákvörðunin um staðarval og stærð verið umdeild. Hrunið bætti ekki úr skák því söluandvirði Símans gufaði upp eins og dögg fyrir sólu og gott betur. Nú er sem betur fer allt á uppleið og hugur í fólki að hefjast handa við uppbygginguna. En nú bregður svo við, að þótt flestir vilji nýjan spítala vill drjúgur meirihluti landsmanna sem og heilbrigðisstarfsmanna að ekki verði byggt upp við Hringbraut. Fyrir rúmum þremur árum, þegar ég var í mastersnámi í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík (HR), valdi ég sem lokaverkefni að kanna ákvörðunarferlið sem leiddi til þeirrar niðurstöðu að byggja stórt sjúkrahús við Hringbraut. Það sem ég lagði til grundvallar var Theoretical Functional Model (sem á íslensku má kalla Hagnýtt fræðilegt módel) eftir hugmyndum D. R. Forsyth. Samkvæmt því módeli má skipta ákvörðunarferlinu í nokkra þætti sem hver hefur skýrt afmarkaðan tilgang. Það sem ég rak mig strax á var að ákvörðunarferlið að baki nýjum Landspítala háskólasjúkrahúsi (NLSH) fylgdi illa þessu módeli eða öðrum sem ég bar það við og áberandi var að mörkin á milli þátta voru óskýr. Góð ákvörðun byggir á því að hverjum þætti ákvörðunarferilsins sé fylgt, skráning gagna í hverjum þætti ítarleg og frágangur þeirra gagna sem skilað er á milli þátta vandaður. Í upphafi ákvörðunarferilsins er í fyrsta lagi afar brýnt að það sé skýrt um hvað á að taka ákvörðun. Í öðru lagi að allir sem að ákvörðuninni koma skilji með sama hætti hvað það er sem á að ákveða og að allir séu sammála um hvernig vinnuferlið að ákvörðuninni á að vera. Þriðja atriðið, og það umfangsmesta í ákvörðunarferlinu, er að afla gagna og bera saman mismunandi valkosti, vega og meta kosti þeirra og galla og reyna að velja þann valkost sem bestur þykir. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að slíku ferli góðrar ákvörðunar hafi ekki verið fylgt þegar ákveðið var að byggja NLSH við Hringbraut. Fyrir mér er þetta einfaldlega dæmi um óvandaða ákvörðun. Hér á eftir mun ég að skýra hvers vegna ég hef komist að þeirri niðurstöðu. Þar liggur tvennt að baki. Annars vegar veikur rökstuðningur vegna staðarvalsins og hins vegar tapað tækifæri til að bera saman valkosti á öðrum stöðum.Veikur rökstuðningur staðarvals Nefnd sem starfaði fyrir Heilbrigðisráðuneytið á árunum 2004 til 2006 var ætlað að vinna að undirbúningi vegna byggingar nýs spítala. Þessi nefnd fær í hendurnar ákvörðun staðarvalsnefndar sem starfaði árið 2000. 2004-6 nefndinni var því ekki ætlað að fjalla um staðarvalið heldur einungis hvers konar spítala ætti að byggja við Hringbraut. Staðarvalsnefnd frá árinu 2000 setti fram hvaða skilyrði staðsetning væntanlegs spítala þyrfti að uppfylla og vegur og metur út frá því. Það er augljóst af mörgum þeirra skilyrða sem nefndin setti að einungis Hringbraut kæmi til greina. Þarna virðist því ráða för það sem á ensku er kallað Implicit favourite, sem ég kýs að kalla dulið dálæti. Dulið dálæti merkir að í upphafi er búið að ákveða hver niðurstaðan á að vera. Til að dylja að svo sé eru aðrir möguleikar bornir saman við þann valkost sem búið er að ákveða og tryggt að þeir komi ekki eins vel út. Þannig setti 2000-nefndin skilyrði sem einungis eiga við um Hringbraut, auk þess sem þeim er gefið óeðlilega mikið vægi. Eitt af þessum skilyrðum er nálægðin við flugvöllinn í Vatnsmýrinni, þótt ekki liggi fyrir samkomulag um að flugvöllurinn verði á þessum eftir árið 2022. Því hefði þetta skilyrði aldrei átt að koma til álita. Annað skilyrði er nálægðin við Háskóla Íslands (HÍ), nánar tiltekið Heilbrigðisvísindasvið HÍ. Þetta er nú hálf skondið því lengi hefur verið gert ráð fyrir að húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs HÍ við Hringbraut verði rifið og annað byggt í staðinn. Þar sem nýtt húsnæði HÍ mætti byggja hvar sem er, ætti þetta atriði ekki heldur að hafa verið eitt af skilyrðunum fyrir staðarvali. Þriðja atriðið sem mér þykir benda til að dulið dálæti hafi ráðið för við staðarvalið er sú fullyrðing að hægt verði að nýta stóran hluta þess húsakosts sem nú þegar er til staðar við Hringbraut og því væri hægt að komast af með minna byggingarmagn, og þar af leiðandi minni byggingarkostnað, en ef spítalinn yrði reistur annars staðar. Þeir sérfræðingar sem ég hef rætt við telja það af og frá, einfaldlega vegna þess að megnið af því húsnæði sem er við Hringbraut er orðið gamalt og því hefur verið illa haldið við í gegnum árin. Fyrir utan að henta mjög illa nútíma sjúkrahússtarfssemi þarf að gera þetta húsnæði upp nánast frá grunni með tilheyrandi tilkostnaði. NLSH kæmi því til með að sitja uppi með húsnæði sem erfitt gæti reynst að fella að starfsemi nýja spítalans auk þess sem það kostar líklega mun meira að gera það upp en að byggja nýtt. Sparnaðurinn við að endurnýta eldra húsnæði við Hringbraut verður því enginn, heldur verður þvert á móti dýrara að nýta þetta húsnæði. Þar með fellur þetta skilyrði einnig um sjálft sig og hefði ekki heldur átt að vera ráðandi þáttur við staðarvalið.Glatað tækifæri til góðrar ákvörðunar Hér að framan nefndi ég nokkra þætti sem þurfa að liggja til grundvallar góðri ákvörðun. Einn þessara þátta er að kanna þá kosti sem koma til greina, vega þá og meta og velja þann sem þykir bestur. Hið dulda dálæti á Hringbrautinni ýtti öllum öðrum valkostum út af borðinu og því voru þeir ekki kannaðir nánar. Nú er að koma æ betur í ljós að það eru ansi margir aðrir þættir varðandi NLSH sem hefði þurft að huga að áður en staðsetningin var ákveðin. Við erum að gera okkur æ betur grein fyrir því að bygging af þeirri stærð sem fyrirhugað er að reisa við Hringbrautina hefur í för með sér mun meira rask og ónæði en þetta takmarkaða svæði, í miðri íbúðabyggð, getur borið. Þegar við bætist gríðarleg fjölgun ferðamanna, með tilheyrandi framkvæmdum nánast á þessu sama svæði, má segja að miðbærinn anni ekki allri þessari framkvæmdagleði. Það verður einnig að horfa til þess að NLSH verður ekki stækkaður, verði hann staðsettur við Hringbraut, nema að ryðja úr vegi stórum hluta íbúðabyggðarinnar í kringum spítalann. Enn eitt atriðið sem hefði átt að vega þyngra í ákvörðuninni er landfræðileg staðsetning NLSH með tilliti til höfuðborgarsvæðisins alls. Segja má að NLSH við Hringbraut verði staðsettur í botni á trekt. Vestan núverandi spítala búa í kringum tuttugu þúsund manns. Austan við spítalann búa aftur á móti nærri tvö hundruð þúsund. Sé reiknað með að NLSH eigi að þjóna öllu landinu þá verður einnig að taka með í reikninginn það svæði utan stór-Reykjavíkursvæðisins, sem gera má ráð fyrir að sjúklingar komi landleiðina á spítalann, í sjúkrabíl eða á eigin bíl. Þetta svæði nær í það minnsta til Borgarness, austur til Hvolsvallar og Reykjanesið allt. Þarna er um tugi þúsunda íbúa til viðbótar að ræða. Þessi þrjú atriði, þ.e. að framkvæmdin valdi sem minnstu raski á byggingartímanum, möguleikar á stækkun í framtíðinni og aðgengi að spítalanum landleiðina, hefðu átt að vega mun þyngra þegar ákvörðun um staðsetningu NLSH var tekin. Til að svo hefði getað orðið, hefði staðarvalið átt að vera hluti af heildar ákvörðuninni en ekki vera frágengið áður en þessir þættir voru skoðaðir.Ónákvæmni svo jaðrar við fölsun Hið dulda dálæti getur einnig leitt til þess að upplýsingum sé hagrætt eða þeim haldið leyndum. Dæmi um slíkt eru upplýsingar um bílamál starfsmanna Landspítalans. Á sama tíma og ég var að vinna að mínu lokaverkefni í HR var nemi í verkfræðideildinni að vinna að mastersverkefni þar sem skoðað var umferðarlíkan og umferð starfsmanna LSH til og frá vinnu m.a. notuð sem dæmi. Í ljós kom að LSH gaf upp færri bíla sem starfsmenn kæmu á til vinnu en reyndist þegar bílar starfsmanna voru taldir. LSH gaf einungis upp tölur um þá bíla sem lagt var á bílastæðum spítalans en um 30% bílanna var lagt í nágrenni við spítalann. Hin hagrædda lægri tala hefur verið notuð þegar framtíðarferlimál starfsmanna eru áætluð af þeim sem með málefni NLSH hafa farið. Þegar í ljós kom að þessi hagrædda tala, auk þeirra sem reikna má með að bætast munu við núverandi starfsmannafjölda og búast má við að muni valda umferðaröngþveiti í kringum spítalann, var svarið að breyta ætti hegðun starfsmanna: þeir ættu að koma hjólandi, í strætó, deila bíl saman og þar fram eftir götunum. Vægt til orða tekið verður að telja það afar hæpið að byggja framtíðarspár um umferðarmál á væntum breytingum á hegðun. Síðasta atriðið sem ég vil nefna, og er þó enn af nógu að taka, er þyrlupallurinn. Gert er ráð fyrir að þyrlupallur NLSH verði á þaki spítalans! Verkfræðingur sem ég talaði við nýlega og þekkir vel til nýbyggðra sjúkrahúsa sagðist þekkja afar fá dæmi þess að þyrlupallar væru á þökum spítala. Yfirleitt væri reynt, vegna slysahættu, að hafa lendingarstaði þyrla í nokkur hundruð metra fjarlægð frá sjúkrahúsum. Í ljósi þess að NLSH á að vera langstærsti spítali landsins er í besta falli varasamt að hafa þyrlupallinn á þaki spítalans.Dregið saman Mín niðurstaða er, bæði nú og eins þegar ég vann að lokaverkefninu mínu, að ákvörðunin um staðsetningu NLSH sé illa ígrunduð og óvönduð. Staðarvalið er sett fremst í ferlið þegar það ætti í raun að vera órofa hluti af heildarákvörðunarferlinu. Í mínum huga leikur lítill vafi á því að þeir sem réðu staðarvalinu létu stjórnast af duldu dálæti á Hringbrautinni og hafi aldrei ætlað sér að skoða aðra valkosti. Enn er tími til að lagfæra þessi mistök svo þessi stærsta framkvæmd þjóðarinnar í heilbrigðismálum á endi ekki í einu allsherjar klúðri. Til að tryggja að svo verði ekki þarf að viðhafa vandað og vel ígrundað ákvörðunarferli. Nú þarf að taka höndum saman og bretta upp ermar, því við höfum verk að vinna. Við eigum skilið betri spítala á betri stað.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun