Lífið

AK Extreme fer fram um helgina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eiríkur Helgason : Sigurvegari í Eimskips Gámastökkinu 2015.
Eiríkur Helgason : Sigurvegari í Eimskips Gámastökkinu 2015.
Snjóbretta- og Tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 7.–10. apríl á Akureyri.

Hátíðin er haldin Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar nánar tiltekið í  Gilinu og Sjallanum. Hápunktur AK Extreme verður Big Jump/Gámastökks keppni Eimskips í gilinu á laugardagskvöldinu kl: 21.00 en þar koma saman færustu snjóbrettamenn Íslands ásamt erlendum keppendum þar sem að þeir keppa um AK Extreme titilinn og hringinn.

Boðið verður uppá mjög öfluga tónleikadagskrá í Sjallanum fimmtudaginn 7.  föstudaginn 8. og laugardaginn 9. apríl  þar koma fram:  Agent Fresco, Gísli Pálmi , Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, dj Flugvél og geimskip, Kött Grá Pjé, Sturla Atlas, Auður, GKR, Aron Can.     

Miðasala á tónlistarviðburði AK Extreme fer fram á tix.is ,  Verslun Eymundsson Akureyri og verslunum Mohawks Kringlunni og Glerártorgi.

Einungis verður selt inná tónleikaviðburði á Sjallanum því það kostar ekkert að mæta og horfa á Burn Jib mótið á föstudeginum og á Big Jump keppnina í Gilinu á laugardagskvöldinu þannig að við hvetjum fólk til að fjölmenna en í fyrra komu rúmlega 7000 manns saman í gilinu og fylgdust með keppninni.

Armbandið í Sjallann kostar aðeins 4.900 kr. og veitir það aðgang að þrem tónleikadögum hátíðarinnar. Einnig verður selt við hurð á viðburðina meðan húsrúm leyfir.

Miðaverð við hurð er 1.500,- kr. fimmtudag , en 3.000 kr. föstudag og laugardag. 

Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið og það í opinni dagskrá.

AK Extreme - 09. apríl 2016

Stöð 2 Sport sýnir beint frá Gámastökki Eimskips sem fer fram klukkan 21:00 á AK Extreme hátíðinni á laugardag. Ekki missa af þessari veislu, sjón er sögu ríkari.

Posted by Stöð 2 Sport on Tuesday, 5 April 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×