Alls voru áttatíu tryllitæki flutt hingað til lands í tengslum við kvikmyndina og hafa þessi farartæki vakið mikla athygli víðsvegar um landið.
Á Mývatni er öllu tjaldað til eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Lífið hefur fengið sent.
Þar má sjá rosaleg ökutæki hreinlega springa í loft upp. Hér að neðan má sjá ótrúlegar myndir sem náðust frá tökunum á þessari frægu hasarmynd. Myndirnar voru teknar í gær.


