Stjórn ferðamála hefur þrisvar komið saman Sveinn Arnarsson skrifar 6. apríl 2016 13:30 Tveir starfsmenn vinna hjá Stjórnstöðinni. Kostnaður ríkisins við Stjórnstöðina er 65 milljónir á þessu ári. Fréttablaðið/Pjetur Stjórn Stjórnstöðvar ferðamála hefur aðeins komið þrisvar saman frá því að Stjórnstöðin var sett á laggirnar þann 1. nóvember á síðasta ári. Þegar stjórnstöðin var sett á fót sagði ráðherra ferðamála mikið vera undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar fælust mikil sóknarfæri til aukinnar hagsældar samfélagsins. Stjórn Stjórnstöðvar ferðamála er samansett af ráðherrum, fulltrúum ferðaþjónustunnar og fullrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún kom tvisvar saman í nóvembermánuði og einu sinni í byrjun marsmánaðar. Stjórnstöð ferðamála fær 65 milljónir frá hinu opinbera til rekstursins. Tveir starfsmenn eru starfandi hjá Stjórnstöðinni sem stendur.Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki geta veitt aðgang að fundargerðum Stjórnstöðvarinnar.Örir fundir óþarfir að mati forstöðumanns Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki geta veitt aðgang að fundargerðum Stjórnstöðvarinnar og bendir á Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem er formaður stjórnarinnar. „Verkefni Stjórnstöðvarinnar eru gríðarstór. Það er ekki eins og það komi inn ný verkefni í hverri viku. Ef vel gengur erum við að vinna verkefni í upp undir hálft ár,“ segir Hörður. „Það er því algjör óþarfi að halda öra fundi í stjórn Stjórnstöðvarinnar. Ég bað meira að segja um að sleppa einum fundi. Þegar á þarf að halda, þá eru fundir haldnir í stjórninni.“ Svar ráðuneytis Ragnheiðar við beiðni Fréttablaðsins um að fá aðgang að fundargerðum stjórnarinnar var að því væri hafnað. Voru svörin á þá leið að fundargerðir stjórnar væru vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti og leynd hvíldi yfir fundum stjórnarinnar. Hörður var ráðinn sem verktaki til sex mánaða og rennur samningur hans út á næstu vikum. Hann sagði umræður um framtíð sína hjá Stjórnstöðinni vera hafnar milli hans og stjórnarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Stjórn Stjórnstöðvar ferðamála hefur aðeins komið þrisvar saman frá því að Stjórnstöðin var sett á laggirnar þann 1. nóvember á síðasta ári. Þegar stjórnstöðin var sett á fót sagði ráðherra ferðamála mikið vera undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar fælust mikil sóknarfæri til aukinnar hagsældar samfélagsins. Stjórn Stjórnstöðvar ferðamála er samansett af ráðherrum, fulltrúum ferðaþjónustunnar og fullrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún kom tvisvar saman í nóvembermánuði og einu sinni í byrjun marsmánaðar. Stjórnstöð ferðamála fær 65 milljónir frá hinu opinbera til rekstursins. Tveir starfsmenn eru starfandi hjá Stjórnstöðinni sem stendur.Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki geta veitt aðgang að fundargerðum Stjórnstöðvarinnar.Örir fundir óþarfir að mati forstöðumanns Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki geta veitt aðgang að fundargerðum Stjórnstöðvarinnar og bendir á Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem er formaður stjórnarinnar. „Verkefni Stjórnstöðvarinnar eru gríðarstór. Það er ekki eins og það komi inn ný verkefni í hverri viku. Ef vel gengur erum við að vinna verkefni í upp undir hálft ár,“ segir Hörður. „Það er því algjör óþarfi að halda öra fundi í stjórn Stjórnstöðvarinnar. Ég bað meira að segja um að sleppa einum fundi. Þegar á þarf að halda, þá eru fundir haldnir í stjórninni.“ Svar ráðuneytis Ragnheiðar við beiðni Fréttablaðsins um að fá aðgang að fundargerðum stjórnarinnar var að því væri hafnað. Voru svörin á þá leið að fundargerðir stjórnar væru vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti og leynd hvíldi yfir fundum stjórnarinnar. Hörður var ráðinn sem verktaki til sex mánaða og rennur samningur hans út á næstu vikum. Hann sagði umræður um framtíð sína hjá Stjórnstöðinni vera hafnar milli hans og stjórnarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira