Segir verkefnastjórn vaða í villu Svavar Hávarðsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Ekkert fer á milli mála að ráðherra mislíkar tillaga verkefnisstjórnar rammaáætlunar. vísir/Pjetur Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði á vorfundi Landsnets í gær að tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar í síðustu viku um flokkun virkjanakosta í þriðja áfanga rammaáætlunar væru „ágætt dæmi um skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála“. Þessa fullyrðingu byggði Ragnheiður Elín á því að tillögurnar byggja á niðurstöðum tveggja faghópa af fjórum; þeim sem fjalla um náttúruverðmæti, menningarminjar auk ferðaþjónustu og hlunninda en ekki þeim faghópum sem fjalla um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Ráðherra vitnaði í lögin um rammaáætlun í þessu samhengi og sagði skýrt að þetta væri óásættanlegt, en í lögunum, sem Ragnheiður Elín vitnaði til, segir: „Í verndar- og orkunýtingaráætlun skal í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar.“ „Þarna virðist því skorta nokkuð upp á „stóru myndina“ í framkomnu mati verkefnisstjórnar á virkjanakostum. Ekki verður séð af tillögum verkefnisstjórnar að til dæmis hafi verið lagt mat á sparnað í losun CO2 [koltvísýrings] af þeim virkjunarkostum sem til skoðunar voru. Út frá þeim þremur víddum sjálfbærrar þróunar sem lögin gera ráð fyrir, það er mati á efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum áhrifum nýtingar, ber að taka slíkt mat með í reikninginn, ásamt öðru, til að fá fram heildaráhrifin.“ Að þessu sögðu vísaði ráðherra til tólf vikna umsagnarferlis sem hefst á næstu vikum, þar sem hún gerði ráð fyrir að yfir þetta yrði farið „þannig að unnt verði að bregðast við áður en málið verður lagt fram á Alþingi næsta haust“. Fyrr í ræðu sinni hafði Ragnheiður Elín sagt: „Mér finnst það oft gleymast í umræðunni að endurnýjanleg orka á Íslandi skilar einmitt miklum ávinningi til umhverfis- og loftslagsmála heimsins. Einhverra hluta vegna er sparnaður í losun gróðurhúsalofttegunda oft ekki tekinn með í reikninginn þegar mat er lagt á ávinning virkjanakosta á Íslandi.“ Pílan til verkefnisstjórnar varðar drög að tillögu hennar um flokkun virkjanakosta. Þar eru helstu drættir að vatnasvið Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna og þar með stóru Jökulsánna í Skagafirði falla að óbreyttu í verndarflokk. Sjö nýir kostir falla í nýtingarflokk til viðbótar við þá níu sem fyrir voru. Þar á meðal tveir mjög svo umdeildir í neðri hluta Þjórsár – Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.Ráðherra vill að þetta sé haft hugfast Uppsafnaður sparnaður í losun CO2 með endurnýjanlegri orku í stað olíu á Íslandi frá árinu 1944 er um 350 milljón tonn af CO2. Það jafngildir um 175 milljörðum trjáa í bindingu á CO2 og samsvarar skógi á stærð við Frakkland og Bretland samanlagt. Árlegur sparnaður í losun með nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi er 18 milljón tonn af CO2. Það jafngildir 9 milljörðum trjáa í bindingu á CO2, eða 43 þúsund ferkílómetrum af skógi – tæplega helmingi alls Íslands. 100 MW virkjun sparar árlega um 400.000 tonn af CO2 sem jafngildir um 200 milljónum trjáa í bindingu á CO2, eða 950 ferkílómetrum af skógi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði á vorfundi Landsnets í gær að tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar í síðustu viku um flokkun virkjanakosta í þriðja áfanga rammaáætlunar væru „ágætt dæmi um skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála“. Þessa fullyrðingu byggði Ragnheiður Elín á því að tillögurnar byggja á niðurstöðum tveggja faghópa af fjórum; þeim sem fjalla um náttúruverðmæti, menningarminjar auk ferðaþjónustu og hlunninda en ekki þeim faghópum sem fjalla um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Ráðherra vitnaði í lögin um rammaáætlun í þessu samhengi og sagði skýrt að þetta væri óásættanlegt, en í lögunum, sem Ragnheiður Elín vitnaði til, segir: „Í verndar- og orkunýtingaráætlun skal í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar.“ „Þarna virðist því skorta nokkuð upp á „stóru myndina“ í framkomnu mati verkefnisstjórnar á virkjanakostum. Ekki verður séð af tillögum verkefnisstjórnar að til dæmis hafi verið lagt mat á sparnað í losun CO2 [koltvísýrings] af þeim virkjunarkostum sem til skoðunar voru. Út frá þeim þremur víddum sjálfbærrar þróunar sem lögin gera ráð fyrir, það er mati á efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum áhrifum nýtingar, ber að taka slíkt mat með í reikninginn, ásamt öðru, til að fá fram heildaráhrifin.“ Að þessu sögðu vísaði ráðherra til tólf vikna umsagnarferlis sem hefst á næstu vikum, þar sem hún gerði ráð fyrir að yfir þetta yrði farið „þannig að unnt verði að bregðast við áður en málið verður lagt fram á Alþingi næsta haust“. Fyrr í ræðu sinni hafði Ragnheiður Elín sagt: „Mér finnst það oft gleymast í umræðunni að endurnýjanleg orka á Íslandi skilar einmitt miklum ávinningi til umhverfis- og loftslagsmála heimsins. Einhverra hluta vegna er sparnaður í losun gróðurhúsalofttegunda oft ekki tekinn með í reikninginn þegar mat er lagt á ávinning virkjanakosta á Íslandi.“ Pílan til verkefnisstjórnar varðar drög að tillögu hennar um flokkun virkjanakosta. Þar eru helstu drættir að vatnasvið Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna og þar með stóru Jökulsánna í Skagafirði falla að óbreyttu í verndarflokk. Sjö nýir kostir falla í nýtingarflokk til viðbótar við þá níu sem fyrir voru. Þar á meðal tveir mjög svo umdeildir í neðri hluta Þjórsár – Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.Ráðherra vill að þetta sé haft hugfast Uppsafnaður sparnaður í losun CO2 með endurnýjanlegri orku í stað olíu á Íslandi frá árinu 1944 er um 350 milljón tonn af CO2. Það jafngildir um 175 milljörðum trjáa í bindingu á CO2 og samsvarar skógi á stærð við Frakkland og Bretland samanlagt. Árlegur sparnaður í losun með nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi er 18 milljón tonn af CO2. Það jafngildir 9 milljörðum trjáa í bindingu á CO2, eða 43 þúsund ferkílómetrum af skógi – tæplega helmingi alls Íslands. 100 MW virkjun sparar árlega um 400.000 tonn af CO2 sem jafngildir um 200 milljónum trjáa í bindingu á CO2, eða 950 ferkílómetrum af skógi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira