Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,19%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Það var rauður dagur í Kauphöllinni í dag.
Það var rauður dagur í Kauphöllinni í dag. Vísir/GVA
Rauður dagur var í Kauphöll Íslands í dag en hlutabréf allra félaga nema Össurar og Nýherja lækkuðu í verði.

HB Grandi lækkaði mest eða um 2,4 prósent í 211 milljóna króna viðskiptum. Marel lækkaði einnig um 2,4 prósent í 598 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,19 prósent í dag.

Lækkanirnar áttu sér stað samhliða mikilli pólitískri óvissu en klukkan rétt rúmlega hálf fjögur var greint frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hygðist segja af sér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×