Lífið

How far are we from the fall of the government? „Þetta er gott“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásmundur Einar og Sigurður Ingi hlusta á spurningu erlenda blaðamannsins.
Ásmundur Einar og Sigurður Ingi hlusta á spurningu erlenda blaðamannsins. Vísir
Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa sent fulltrúa sína til Íslands til þess að fylgjast með því sem er að gerast í íslenskum stjórnmálum eftir leka á Panamaskjölunum. Þeir hafa hins vegar átt afar erfitt með að ná tali af þeim stjórnmálamönnum sem verið hafa í eldlínunni.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, svaraði öllum spurningum á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag á íslensku. Þá hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson aðeins veitt viðtöl á íslensku síðan hann gekk út úr viðtali við sænska ríkisjónvarpið eins og frægt er orðið.

Nú í dag tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, afsögn Sigmundar Davíðs og ræddi við fréttamenn RÚV og Stöð 2. Að viðtalinu loknu spurði erlendur blaðamaður þá Ásmund Einar Daðason, þingflokksformann, og Sigurð Inga:

How far are we from the fall of the government?

Ásmundur Einar leit á Sigurð Inga og svaraði svo að bragði:

„Þetta er gott“ og Sigurður Ingi tók undir þau orð: „Þetta er gott í dag.“

Atvikið má sjá eftir rúma mínútu í spilaranum að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×