Viðskipti innlent

Hlutabréf falla í Kauphöllinni vegna pólitískrar ólgu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa allra skráðra félaga í Kauphöllinni, nema Össurar, hafa lækkað í morgun.
Gengi hlutabréfa allra skráðra félaga í Kauphöllinni, nema Össurar, hafa lækkað í morgun. Vísir/GVA
Hlutabréf á Aðallista Kauphallar Íslands hafa lækkað verulega í dag. Svo virðist sem sú óvissa sem ríki nú í stjórnmálum á Íslandi sé farin að hafa smitáhrif á viðskiptalífið. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,25 prósent það sem af er degi.

Sem stendur hafa hlutabréf allra skráðra félaga nema Össurar lækkað í dag. Mest er lækkunin hjá N1 eða um 3,85 prósent í 233 milljóna viðskiptum, TM og VÍS hafa einnig lækkað um 3,02 prósent. Eik hefur svo lækkað um 2,31 prósent. 

Áhættuálag á skuldir íslenska ríkisins hefur einnig hækkað það sem af er degi en ávöxtunarkrafa allra óverðtryggra bréfa er nú yfir sex prósentum. Flokkarnir RIKB 19, 20 og 31 hafa allir hækkað í dag.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×