Ólafur ræddi við blaðamenn vegna Facebook-færslu Sigmundar Davíðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 13:30 Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum í dag. Vísir/Birgir „Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra. Sú regla hefur ríkt í stjórnskipun lýðveldisins að trúnaður ríki um slíka fundi og ekki sé gerð grein fyrir því sem þar fór fram,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í hádeginu. Skömmu áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfirgefið Bessastaði að loknum fundi með forsetanum. Þangað mætti Sigmundur eftir að hafa nýlokið við skrif á Facebook þar sem hann upplýsti um plön sín til að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum með forsetanum óskaði Sigmundur Davíð eftir heimild frá forseta Íslands til að rjúfa þing. Forsetinn hafnaði beiðninni að svo stöddu þar sem hann þyrfti að ræða við leiðtoga annarra flokka og ganga úr skugga um að meirihluti væri í þinginu fyrir þingrofi.Ekki einföld ákvörðun „Það var ekki einföld ákvörðun að halda þennan fund en, eins og ég tjáði forsætisráðherra, þá gerði hann ykkur og almenningi grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum við samstarfsflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar. „Með slíkum yfirlýsingum væri verið að draga forsetann inn í pólitískar aflraunir sem eiga sér stað frá einni klukkustund til annars. Það hefði því verið óeðlilegt af mér hefði ég ekki gert grein fyrir svari mínu þar sem forsætisráðherra reyndi að beita þingrofinu í viðræðum við samstarfsflokk sinn.“ Ólafur Ragnar sagðist myndu ræða við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, á næstu klukkustundum. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
„Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra. Sú regla hefur ríkt í stjórnskipun lýðveldisins að trúnaður ríki um slíka fundi og ekki sé gerð grein fyrir því sem þar fór fram,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í hádeginu. Skömmu áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfirgefið Bessastaði að loknum fundi með forsetanum. Þangað mætti Sigmundur eftir að hafa nýlokið við skrif á Facebook þar sem hann upplýsti um plön sín til að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum með forsetanum óskaði Sigmundur Davíð eftir heimild frá forseta Íslands til að rjúfa þing. Forsetinn hafnaði beiðninni að svo stöddu þar sem hann þyrfti að ræða við leiðtoga annarra flokka og ganga úr skugga um að meirihluti væri í þinginu fyrir þingrofi.Ekki einföld ákvörðun „Það var ekki einföld ákvörðun að halda þennan fund en, eins og ég tjáði forsætisráðherra, þá gerði hann ykkur og almenningi grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum við samstarfsflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar. „Með slíkum yfirlýsingum væri verið að draga forsetann inn í pólitískar aflraunir sem eiga sér stað frá einni klukkustund til annars. Það hefði því verið óeðlilegt af mér hefði ég ekki gert grein fyrir svari mínu þar sem forsætisráðherra reyndi að beita þingrofinu í viðræðum við samstarfsflokk sinn.“ Ólafur Ragnar sagðist myndu ræða við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, á næstu klukkustundum.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira