Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2016 11:11 Vísir/GVA Þrír stjórnarmenn Ríkisútvarpsins segja nýjan þjónustusamning RÚV, sem samþykktur var í morgun, vera tilefni til að efast um fyrirheit Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Þeir segja samninginn gerðan í skugga verulegs niðurskurðar. „Þótt í samningnum séu nokkur atriði til bóta verði að skoða hann með fyrirvara um afdrif fyrirheita frá menningarmálaráðherra undanfarin misseri og í ljósi þess metnaðarleysis sem einkennir afskipti stjórnarmeirihlutans á alþingi af málefnum Ríkisútvarpsins,“ segir í tilkynningu frá þeim Björgu Evu Erlendsdóttur, Friðriki Rafnssyni og Merði Árnasyni. Við afgreiðslu samningsins greiddu Friðrik og Mörður atkvæði með samningnum en Björg Eva sat hjá. Í tilkynningunni kemur einnig fram að á fundinum í morgun hafi verið fjallað um niðurskurðaraðgerðar til að samræma starfsemi RÚV nýrri fjárhagsstöðu eftir afgreiðslu fjárlaga. Um sé að ræða um 213 milljónir króna. „Í umræðum um þetta kom fram að okkur félli illa sá samdráttur dagskrár og uppsagnir sem í áætluninni fælust, og að sem fyrst yrði að vinna aftur tapaðist. Við bentum jafnframt á að ábyrgðin væri hér fyrst og fremst ráðherrans, ríkisstjórnarinnar og þess stjórnarmeirihluta sem hún byggist á vettvangi þingsins.“Bókun þremenninganna Nú er loks komin niðurstaða í viðræðum um þjónustusamning, þremur mánuðum eftir að síðasti samningur rann út. Samningurinn er til bóta í nokkrum atriðum og má segja að í honum felist ákveðinn varnarsigur, en hann er gerður í skugga verulegs niðurskurðar, og ber merki samdráttarstefnu og metnaðarleysis ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans á Alþingi í málefnum Ríkisútvarpsins. Ákvæði um fjármögnun verður því miður að skoða í því ljósi að fyrri fyrirheit núverandi menningarmálaráðherra í þeim efnum hafa sjaldnast gengið eftir. Við virðum þann árangur sem útvarpsstjóri hefur náð á þessu sviði í samningaviðræðunum og göngum til afgreiðslu hans á þeim forsendum að með klausunni um „raunvirði“ (1. mgr. 3. kafla) sé átt við sambærilegar verðlagsuppbætur og í tilviki hefðbundinna ríkisstofnana, þar sem bættar eru til fulls kostnaðar- og launahækkanir. Við leggjum ennfremur áherslu á að sérstakar fjárveitingar til leikins innlenda efnis haldi áfram meðan núverandi þrengingaástand varir í fjármálum Ríkisútvarpsins. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Þrír stjórnarmenn Ríkisútvarpsins segja nýjan þjónustusamning RÚV, sem samþykktur var í morgun, vera tilefni til að efast um fyrirheit Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Þeir segja samninginn gerðan í skugga verulegs niðurskurðar. „Þótt í samningnum séu nokkur atriði til bóta verði að skoða hann með fyrirvara um afdrif fyrirheita frá menningarmálaráðherra undanfarin misseri og í ljósi þess metnaðarleysis sem einkennir afskipti stjórnarmeirihlutans á alþingi af málefnum Ríkisútvarpsins,“ segir í tilkynningu frá þeim Björgu Evu Erlendsdóttur, Friðriki Rafnssyni og Merði Árnasyni. Við afgreiðslu samningsins greiddu Friðrik og Mörður atkvæði með samningnum en Björg Eva sat hjá. Í tilkynningunni kemur einnig fram að á fundinum í morgun hafi verið fjallað um niðurskurðaraðgerðar til að samræma starfsemi RÚV nýrri fjárhagsstöðu eftir afgreiðslu fjárlaga. Um sé að ræða um 213 milljónir króna. „Í umræðum um þetta kom fram að okkur félli illa sá samdráttur dagskrár og uppsagnir sem í áætluninni fælust, og að sem fyrst yrði að vinna aftur tapaðist. Við bentum jafnframt á að ábyrgðin væri hér fyrst og fremst ráðherrans, ríkisstjórnarinnar og þess stjórnarmeirihluta sem hún byggist á vettvangi þingsins.“Bókun þremenninganna Nú er loks komin niðurstaða í viðræðum um þjónustusamning, þremur mánuðum eftir að síðasti samningur rann út. Samningurinn er til bóta í nokkrum atriðum og má segja að í honum felist ákveðinn varnarsigur, en hann er gerður í skugga verulegs niðurskurðar, og ber merki samdráttarstefnu og metnaðarleysis ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans á Alþingi í málefnum Ríkisútvarpsins. Ákvæði um fjármögnun verður því miður að skoða í því ljósi að fyrri fyrirheit núverandi menningarmálaráðherra í þeim efnum hafa sjaldnast gengið eftir. Við virðum þann árangur sem útvarpsstjóri hefur náð á þessu sviði í samningaviðræðunum og göngum til afgreiðslu hans á þeim forsendum að með klausunni um „raunvirði“ (1. mgr. 3. kafla) sé átt við sambærilegar verðlagsuppbætur og í tilviki hefðbundinna ríkisstofnana, þar sem bættar eru til fulls kostnaðar- og launahækkanir. Við leggjum ennfremur áherslu á að sérstakar fjárveitingar til leikins innlenda efnis haldi áfram meðan núverandi þrengingaástand varir í fjármálum Ríkisútvarpsins.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira