Viðskipti innlent

Óvissan um ríkisstjórnina hefur áhrif á skuldabréfamarkað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það gustar um Sigmund Davíð Gunnlaugsson þessa dagana.
Það gustar um Sigmund Davíð Gunnlaugsson þessa dagana. vísir/gva
Álag á óverðtryggð ríkisskuldabréf hækkað töluvert í morgun og hefur sú hækkun ekki gengið til baka. Mest hefur álagið á bréf í flokknum RIKB 25 hækkað eða um 14 punkta. Velta með bréf í þeim flokki nemur 1.266 milljónum króna.

Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að hækkunina megi skýra með því að óvissan um komandi vikur og mánuði á markaði hafi aukist nokkuð eftir Kastljósþáttinn í gær. Þannig sé pólitískt landslag óvissara en það var fyrir helgi.

„Það er rétt að halda því til haga að þetta eru ekki mjög stórar hreyfingar og engin panik. En það er aðeins þyngra hljóði í mönnum,“ segir Jón Bjarki. Hann bendir á að fyrirhugað krónuútboð sé háð lagasetningu frá Alþingi. Menn hafi áhyggjur á því að ef tafir verði á þingstörfum þá geti það haft áhrif á útboðið og tímasetningu þess.

Nú klukkan þrjú hófst þingfundur á Alþingi og hefur vantrausttillögu á ríkisstjórnina verið útbýtt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×