Sérsveitin var kölluð að heimili Sigmundar Davíðs Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2016 12:55 Ljósmynd sem blaðamenn Aftenposten tóku af Sigmundi Davíð forsætisráðherra og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur við heimili þeirra í Garðabæ. Skjáskot af vef Aftenposten. Það var sérsveit ríkislögreglustjóra sem var kölluð út að heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu hans í Garðabæ í gær vegna blaðamanna norska dagblaðsins Aftenposten. Norsku blaðamennirnir höfðu reynt að ná tali af hjónunum vegna umfjöllunarinnar um Panama-skjölin. Biðu þeir eftir hjónunum við heimili þeirra í Garðabæ. Í frétt Aftenposten kom fram að Anna Sigurlaug hefði farið úr bílnum og sagt blaðamönnunum að þau vildu ekki veita viðtal vegna málsins.Sjá einnig: Lögregla mætti á heimili Sigmundar Davíðs vegna norskra blaðamannaSat í bílnum Á meðan sat Sigmundur Davíð í bílnum og var upptekinn í síma sínum. Nokkrum mínútum síðar gerðu Aftenposten aftur tilraun til að tala við hjónin þegar lögreglubíl var ekið á svæðið. Tveir lögregluþjónar gáfu sig á tal við blaðamenn Aftenposten og báðu þá um að framvísa skilríkjum og blaðamannapassa. Eftir stutt samtal fór lögreglan til Sigmundar Davíðs sem gekk þá inn í húsið. Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að haft hafi verið samband við sérsveit ríkislögreglustjóra vegna norsku blaðamanna sem voru við heimili forsætisráðherra og eiginkonu hans. Ef öryggi æðstu stjórnenda ríkisins er ógnað þá heyrir það undir embætti ríkislögreglustjóra, sem sérsveitin heyrir undir.Ekki hlutverk lögreglu að vernda ráðamenn fyrir spurningum fjölmiðla Jón Bjartmarz segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið mat lögreglu að öryggi forsætisráðherra eða eiginkonu hans hafi verið ógnað. Sérsveit ríkislögreglustjóri sendi bíl á staðinn samkvæmt verkferlum. Spurður hvort það teljist innan verksviðs embættis ríkislögreglustjóra að vernda ráðamenn fyrir spurningum fjölmiðla segir Jón Bjartmarz svo ekki vera. „Nei, það er ekki hlutverk lögreglu að vernda ráðamenn eða aðra fyrir spurningum fjölmiðla.“ Spurður hvort upplýsingar liggja fyrir hver það var sem kallaði til lögreglu þá vísar Jón Bjartmarz í reglur ríkislögreglustjóra um samskipti við lögreglu og fjölmiðla en samkvæmt þeim eru ekki gefnar upplýsingar um hver hafði samband við lögreglu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Það var sérsveit ríkislögreglustjóra sem var kölluð út að heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu hans í Garðabæ í gær vegna blaðamanna norska dagblaðsins Aftenposten. Norsku blaðamennirnir höfðu reynt að ná tali af hjónunum vegna umfjöllunarinnar um Panama-skjölin. Biðu þeir eftir hjónunum við heimili þeirra í Garðabæ. Í frétt Aftenposten kom fram að Anna Sigurlaug hefði farið úr bílnum og sagt blaðamönnunum að þau vildu ekki veita viðtal vegna málsins.Sjá einnig: Lögregla mætti á heimili Sigmundar Davíðs vegna norskra blaðamannaSat í bílnum Á meðan sat Sigmundur Davíð í bílnum og var upptekinn í síma sínum. Nokkrum mínútum síðar gerðu Aftenposten aftur tilraun til að tala við hjónin þegar lögreglubíl var ekið á svæðið. Tveir lögregluþjónar gáfu sig á tal við blaðamenn Aftenposten og báðu þá um að framvísa skilríkjum og blaðamannapassa. Eftir stutt samtal fór lögreglan til Sigmundar Davíðs sem gekk þá inn í húsið. Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að haft hafi verið samband við sérsveit ríkislögreglustjóra vegna norsku blaðamanna sem voru við heimili forsætisráðherra og eiginkonu hans. Ef öryggi æðstu stjórnenda ríkisins er ógnað þá heyrir það undir embætti ríkislögreglustjóra, sem sérsveitin heyrir undir.Ekki hlutverk lögreglu að vernda ráðamenn fyrir spurningum fjölmiðla Jón Bjartmarz segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið mat lögreglu að öryggi forsætisráðherra eða eiginkonu hans hafi verið ógnað. Sérsveit ríkislögreglustjóri sendi bíl á staðinn samkvæmt verkferlum. Spurður hvort það teljist innan verksviðs embættis ríkislögreglustjóra að vernda ráðamenn fyrir spurningum fjölmiðla segir Jón Bjartmarz svo ekki vera. „Nei, það er ekki hlutverk lögreglu að vernda ráðamenn eða aðra fyrir spurningum fjölmiðla.“ Spurður hvort upplýsingar liggja fyrir hver það var sem kallaði til lögreglu þá vísar Jón Bjartmarz í reglur ríkislögreglustjóra um samskipti við lögreglu og fjölmiðla en samkvæmt þeim eru ekki gefnar upplýsingar um hver hafði samband við lögreglu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15