Viðskipti innlent

Reykjavik Media slær söfnunarmet á Karolina Fund

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jóhannes Kr. Kristjánsson er stofnandi Reykjavik Media.
Jóhannes Kr. Kristjánsson er stofnandi Reykjavik Media. vísir/anton brink
Fjölmiðlafyrirtækið Reykjavik Media hefur bæði slegið hraðamet og söfnunarmeti á Karolina Fund frá því að hópfjármögnun þess fór af stað fyrir rúmlega fjórtán klukkutímum.

Markmið söfnunarinnar var að safna 40 þúsund evrum en nú hefur 140 prósent safnast eða 55.900 evrur, jafnvirði átta milljóna króna.

Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund staðfestir að um met sé að ræða. „Þetta safnaðist á nákvæmlega tólf tímum. Þetta er ótrúlegt að ná þessu á hálfum sólarhring,“ segir Ingi Rafn.

Umfjöllun fyrirtækisins um aflandsfélög í skattaskjólum og tengls íslenskra stjórnmálamanna við þau hefur vakið mikla athylgi en umfjöllunin byggði á gögnum úr einum stærsta gagnaleka sögunnar.

Að sögn Inga Rafns virðist við fyrstu sín að einungis Íslendingar séu að styrkja þetta og  hafa næstum 1.500 manns lagt fyrirtækinu lið. Meðaláheitið er 39 evrur, jafnvirði 5.500 króna. Þetta er frekar há meðalupphæð að sögn Inga Rafns. „Fólk er að gera þetta af púra passion það er ekki að kaupa neitt,“ segir Ingi Rafn.

„Menn upplifa stundum að þessi hundrað prósent mörk séu markmiðið, en í mörgum tilfellum er þetta lágmarkið. Ef þetta áfram heldur sem horfir þá verður þetta langstærsta hópfjármögnun Íslandssögunnar. Það vantar ekki svo mikið upp á það. Sú stærsta hingað til var á Indiegogo og mig minnir að þangað hafi safnast 100 þúsund dollarar á heildina, og á innan við sólarhring erum við komin meira en helminginn í átt að því markmiði,“ segir Ingi Rafn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×