Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2016 10:56 Teikning þýska dagblaðsins af þjóðarleiðtogum, núverandi og fyrrverandi, sem tengjast Panama-skjölunum. Vísir/Süddeutsche Zeitung. Lögmannsstofan Mossack Fonseca er miðpunktur stærsta gagnalekamáls sögunnar eftir að 11,5 milljón skjölum lögmannsstofunnar var lekið á netið. Lögmannsstofan á Panama sérhæfir sig í rekstri aflandsfélaga og var hulunni svipt af stofunni í umfangsmikilli fjölmiðlaumfjöllun í gær víða um heim. Stofan var stofnsett árið 1986 þegar Ramon Fonseca og Jürgen Mossack sameinuðu lögmannsstofur sínur. Fonseca er frá Panama og var þangað til í síðasta mánuði einn nánast ráðgjafi forseta Panama. Mossack er þýskur að uppruna en faðir hans var meðlimur í SS-sveitum nasista á tímum síðari heimstyrjaldarinnar.Sjá einnig: Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust?Lögmannstofa þeirra, Mossack Fonseca, sérhæfir sig í að stofna og reka aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína í skattaskjólum á borð við Bresku Jómfrúaeyjunum. Er hún eitt stærsta og umfangsmesta fyrirtæki heimsins á sviði aflandsfélaga. Gögnin sýna að stofan hefur stofnað 300 þúsund aflandsfélög í skattaskjólum fyrir viðskiptavini sína, þar af um helming þeirra á Bresku Jómfrúareyjunum. Stofan er afar umfangsmikil í þessum viðskiptum og er hún fjórði stærsti veitandi aflandsfélaga í heiminum.Hér fyrir neðan má sjá örstutt myndband þar sem ferli Mossack Fonseca er útskýrt. Með skrifstofur um allan heim Þrátt fyrir að lögmannstofan sé staðsett í Panama er hún með skrifstofur og tengiliði víða um heim. Á vefsíðu stofunnar kemur fram að fyrir hana starfi um 600 manns í 42 ríkjum heimsins, þar á meðal í Sviss, Kýpur, Bresku Jómfrúareyjunum og á bresku eyjunum Guernsey, Jersey og Mön, þekktum skattaskjólum. Í stað þess að hafa beint samband við viðskiptavini sína starfaði stofan í flestum tilvikum í gegnum tengiliði sína víða um heim, endurskoðendur, lögfræðinga og bankastarfsmenn sem störfuðu fyrst og fremst í Sviss, Bretlandi, Lúxembúrg, Bretlandi og bresku eyjunni Jersey.Sjá einnig: Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunumStofan og tengiliðir hennar selja aflandsfélög, oft á tíðum fyrir lítið fé. Viðskiptavinir geta keypt félag fyrir svo lítið sem þúsund dollara, um 122 þúsund krónur. Fyrir hærri þóknun býður stofan hinsvegar upp á að útvega gervi-stjórnarmann til þess að fela raunverulegt eignarhald félagsins. Úr verður aflandsfélag sem afar erfitt getur reynst fyrir skattayfirvöld að fá upplýsingar um.Starfaði með stærstu fjármálastofnunum heimsins Gögnin sýna að lögmannsstofan starfaði með mörgum af stærstu fjármálastofnunum heimsins á borð við Deutsche Bank, HSBC, Société Générale, Credit Suisse, UBS, og Commerzbank. Þá var Landsbankinn í Lúxemborg einn umsvifamesti viðskiptavinur Mossack Fonseca. Það er vissulega ekki ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum í skattaskjólum en það er hins vegar siðferðislegt álitamál hvort að það er í lagi að geyma fjármuni í slíkum félögum. Í grunninn eru skattaskjól svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Þá skiptir ekki máli hvaðan tekjurnar koma; þar sem og annars staðar í heiminum gildi sú regla að félög eru skattskyld í heimalandi sínu af öllum sínum tekjum.Sjá einnig: Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og ÖnnuLögmannsstofan sinnir þjónustu fyrir 240 þúsund fyrirtæki að sögn annars eigenda stofunnar og segir hann bróðurpartinn nýta þjónustuna lögum samkvæmt. Umfjöllun gærkvöldsins bendir til þess að hluti þeirra sem nýti sér þjónustuna fari á svig við lög en kastljósið beindist ekki síst að Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en Guardian fullyrti að skjölin sýndu fram á leynilega reikninga og lán til náinna vina Pútíns upp á tvo milljarða dollara, um 250 milljarða íslenskra króna. Segir eigandi stofunnar að það sé ekki á ábyrgð hennar að tryggja að viðskiptavínir sínir fari eftir gildandi lögum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Lögmannsstofan Mossack Fonseca er miðpunktur stærsta gagnalekamáls sögunnar eftir að 11,5 milljón skjölum lögmannsstofunnar var lekið á netið. Lögmannsstofan á Panama sérhæfir sig í rekstri aflandsfélaga og var hulunni svipt af stofunni í umfangsmikilli fjölmiðlaumfjöllun í gær víða um heim. Stofan var stofnsett árið 1986 þegar Ramon Fonseca og Jürgen Mossack sameinuðu lögmannsstofur sínur. Fonseca er frá Panama og var þangað til í síðasta mánuði einn nánast ráðgjafi forseta Panama. Mossack er þýskur að uppruna en faðir hans var meðlimur í SS-sveitum nasista á tímum síðari heimstyrjaldarinnar.Sjá einnig: Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust?Lögmannstofa þeirra, Mossack Fonseca, sérhæfir sig í að stofna og reka aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína í skattaskjólum á borð við Bresku Jómfrúaeyjunum. Er hún eitt stærsta og umfangsmesta fyrirtæki heimsins á sviði aflandsfélaga. Gögnin sýna að stofan hefur stofnað 300 þúsund aflandsfélög í skattaskjólum fyrir viðskiptavini sína, þar af um helming þeirra á Bresku Jómfrúareyjunum. Stofan er afar umfangsmikil í þessum viðskiptum og er hún fjórði stærsti veitandi aflandsfélaga í heiminum.Hér fyrir neðan má sjá örstutt myndband þar sem ferli Mossack Fonseca er útskýrt. Með skrifstofur um allan heim Þrátt fyrir að lögmannstofan sé staðsett í Panama er hún með skrifstofur og tengiliði víða um heim. Á vefsíðu stofunnar kemur fram að fyrir hana starfi um 600 manns í 42 ríkjum heimsins, þar á meðal í Sviss, Kýpur, Bresku Jómfrúareyjunum og á bresku eyjunum Guernsey, Jersey og Mön, þekktum skattaskjólum. Í stað þess að hafa beint samband við viðskiptavini sína starfaði stofan í flestum tilvikum í gegnum tengiliði sína víða um heim, endurskoðendur, lögfræðinga og bankastarfsmenn sem störfuðu fyrst og fremst í Sviss, Bretlandi, Lúxembúrg, Bretlandi og bresku eyjunni Jersey.Sjá einnig: Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunumStofan og tengiliðir hennar selja aflandsfélög, oft á tíðum fyrir lítið fé. Viðskiptavinir geta keypt félag fyrir svo lítið sem þúsund dollara, um 122 þúsund krónur. Fyrir hærri þóknun býður stofan hinsvegar upp á að útvega gervi-stjórnarmann til þess að fela raunverulegt eignarhald félagsins. Úr verður aflandsfélag sem afar erfitt getur reynst fyrir skattayfirvöld að fá upplýsingar um.Starfaði með stærstu fjármálastofnunum heimsins Gögnin sýna að lögmannsstofan starfaði með mörgum af stærstu fjármálastofnunum heimsins á borð við Deutsche Bank, HSBC, Société Générale, Credit Suisse, UBS, og Commerzbank. Þá var Landsbankinn í Lúxemborg einn umsvifamesti viðskiptavinur Mossack Fonseca. Það er vissulega ekki ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum í skattaskjólum en það er hins vegar siðferðislegt álitamál hvort að það er í lagi að geyma fjármuni í slíkum félögum. Í grunninn eru skattaskjól svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Þá skiptir ekki máli hvaðan tekjurnar koma; þar sem og annars staðar í heiminum gildi sú regla að félög eru skattskyld í heimalandi sínu af öllum sínum tekjum.Sjá einnig: Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og ÖnnuLögmannsstofan sinnir þjónustu fyrir 240 þúsund fyrirtæki að sögn annars eigenda stofunnar og segir hann bróðurpartinn nýta þjónustuna lögum samkvæmt. Umfjöllun gærkvöldsins bendir til þess að hluti þeirra sem nýti sér þjónustuna fari á svig við lög en kastljósið beindist ekki síst að Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en Guardian fullyrti að skjölin sýndu fram á leynilega reikninga og lán til náinna vina Pútíns upp á tvo milljarða dollara, um 250 milljarða íslenskra króna. Segir eigandi stofunnar að það sé ekki á ábyrgð hennar að tryggja að viðskiptavínir sínir fari eftir gildandi lögum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30
Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30