Innlent

Segir ekkert nýtt hafa komið fram í umfjöllun Kastljóss

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigurður Ingi stendur með Sigmundi
Sigurður Ingi stendur með Sigmundi Vísir/Vilhelm
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist hafa búist við annars konar framsetningu á þeim upplýsingum sem opinberaðar voru í Kastljósþætti kvöldsins.

Þar kom meðal annars fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi breytt eignarhaldi á félaginu Wintris degi áður en ný lög til höfuðs aflandsfélögum tóku gildi. Var það meðal annars til þess að hann þurfti engar upplýsingar að gefa til yfirvalda um félagið.

Sjá einnig: Seldi Wintris fyrir einn Bandaríkajdal

Sigurður sagðist ekki geta svarað fyrir einstaka dagsetningar en að hann tryði að breytinguna á eignarhaldinu mætti rekja til brúðkaups þeirra Sigmundar og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur

„Það sem þarna kom fram er ekkert nýtt hvað varðar Sigmund Davíð og forsætisráðherrahjónin sem hann hefur ekki lýst yfir í greinargerðum eða viðtölum,“ sagði Sigurður Ingi sem var inntur eftir viðbrögðum eftir þáttinn í beinni útsendingu hjá Ríkisútvarpinu.

Sjá einnig: Fjölmiðlar um allan heim fjalla félag Sigmundar og Önnu

„Eins og framsetningin var leit þetta ekki kannski nægilega vel út en eins og hann hefur lýst þessu mjög skilmerkilega í sínum greinargerðum að þá er bara fullkomlega eðlileg atburðrás í málunum“ sagði Sigurður Ingi en bætti við að málið hefði orðið til þess að umræðan í samfélaginu væri ekki „mjög skemmtileg, ekki mjög jákvæð.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×