Lífið

Hefur byggt vélmenni eftir Scarlett Johansson

Samúel Karl Ólason skrifar
Ma vill ekki segja eftir hverri vélmennið sé gert,
Ma vill ekki segja eftir hverri vélmennið sé gert, Skjáskot
Hönnuðurinn Ricky Ma hefur varið miklum tíma og fjármunum í að byggja vélmenni eftir leikkonunni Scarlett Johansson. Vélmennið er byggt í raunstærð og Ma smíðaði það á svölunum hjá sér í Hong Kong. Það bæði hreyfir sig og talar og svarar einnig skipunum.

Verkefnið hefur tekið um eitt og hálft ár og hefur kostað meira en 50 þúsund dali, eða rúmar sex milljónir króna. Um 70 prósent vélmennisins var smíðað með þrívíddarprentun.

Í samtali við blaðamann Reuters segist Ma ekki vilja segja eftir hverri vélmennið sé gert, en flestum þykir það nú nokkuð augljóst.

Auk þess að geta hreyft limi sína getur vélmennið sýnt svipbrigði og jafnvel blikkað augunum. Sé vélmenninu sagt að það sé fallegt myndast bros á vörum þess og það þakkar fyrir hrósið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×