Viðskipti innlent

Hafnarfjörður endursemur við Nýherja

Samúel Karl Ólason skrifar
Finnur Oddson og Haraldur Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Finnur Oddson og Haraldur Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Hafnarfjörður hefur endursamið við Nýherja um Rent A Prent prentþjónustu, sem tryggir aukið öryggi og yfirsýn á meðferð gagna og kemur í veg fyrir að útprentuð gögn liggi á glámbekk. Þá dregur auðkenni á prentverki verulega úr sóun á pappír og prentun.

Almennt er talið að 15 prósent af útprentuðum pappír endi í ruslatunnunni. Hafnarfjörður hefur notað Rent A Prent um árabil og á þátt í þróun lausnarinnar með Nýherja samkvæmt tilkynningu.

„Rent A Prent hefur sannað sig sem lausn sem skilar sér í lægri prentkostnaði og er í takt við margar aðrar lausnir Nýherja, sem eiga það sammerkt að efla öryggi, draga úr kostnaði og auka ánægju notenda,“ segir Finnur Oddsson forstjóri hjá Nýherja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×