Tesla Model 3 markar tímamót í rafbílavæðingunni Ásgeir Erlendsson skrifar 2. apríl 2016 19:30 Nýr rafbíll frá Teslu sem kynntur var í Bandaríkjunum er talinn marka straumhvörf í rafbílavæðingu heimsins en nú þegar hafa 250 þúsund eintök verið pöntuð í forsölu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að stjórnvöld verði að liðka til við uppbyggingu á innviðum tengdum slíkum bílum. Eftirvæntingin var mikil þegar Tesla kynnti Model 3, nýjustu afurð sína, á blaðamannafundi í vikunni. Þessi útgáfa er ætluð almenningi og kemur til með að kosta 35.000 dollara eða sem samsvarar 4,3 milljónum króna. Forstjóri Tesla fullyrti að bílinn væri sá besti sem hægt yrði að kaupa fyrir þennan pening í heiminum. Fjölmargir lögðu það á sig að bíða tímunum saman fyrir utan ráðstefnusalinn til að berja bílinn augum og aðdáendur greiddu 1.000 dollara staðfestingargjald fyrir bílinn án þess að hafa séð hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir kynningu Teslu á bílnum vera til marks um hraða þróun í rafbílum. „Drægið þeirra er að aukast alltaf með hverri kynslóð sem kemur á markað. Þetta er mjög þróun í dræginu á batteríinu. Við verðum að hugsa það mjög vel hvar við ætlum að setja niður hleðslustöðvarnar.“ Á síðasta ári var metfjöldi í sölu rafbíla hér á landi og fjölgunin á slíkum bílum hefur verið hröð að undanförnu. Fjölgunina megi rekja til þess að rafbílar eru undanþegnir virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum. „Við erum að sjá núna að það eru komnir á milli sex og sjöundruð rafbílar á göturnar. Það hefur gerst á allra síðustu árum.“Hversu vel erum við að standa okkur að fjárfesta í innviðum, þ.e að gera fólki kleyft að eiga rafbíla og geta ferðast á þeim hvert á land sem er? „Það vantar svolítið mikið upp á það ennþá. Það er reyndar búið að setja upp hraðhleðslustöðvar á vissum stöðum. Það þarf að bæta vel í þar.“Hvað með stjórnvöld, geta þau brugðist við með einhverjum hætti? „Þau hafa brugðist við nú þegar með niðurfellingu á virðisaukaskattinum. Það er ansi stórt skref. Spurningin er hvað það verður lengi. Stjórnvöld eiga að gefa fordæmi og liðka til við slíka þróun sem við þurfum að fara í til að bæta innviðina hér á landi.“ Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Nýr rafbíll frá Teslu sem kynntur var í Bandaríkjunum er talinn marka straumhvörf í rafbílavæðingu heimsins en nú þegar hafa 250 þúsund eintök verið pöntuð í forsölu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að stjórnvöld verði að liðka til við uppbyggingu á innviðum tengdum slíkum bílum. Eftirvæntingin var mikil þegar Tesla kynnti Model 3, nýjustu afurð sína, á blaðamannafundi í vikunni. Þessi útgáfa er ætluð almenningi og kemur til með að kosta 35.000 dollara eða sem samsvarar 4,3 milljónum króna. Forstjóri Tesla fullyrti að bílinn væri sá besti sem hægt yrði að kaupa fyrir þennan pening í heiminum. Fjölmargir lögðu það á sig að bíða tímunum saman fyrir utan ráðstefnusalinn til að berja bílinn augum og aðdáendur greiddu 1.000 dollara staðfestingargjald fyrir bílinn án þess að hafa séð hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir kynningu Teslu á bílnum vera til marks um hraða þróun í rafbílum. „Drægið þeirra er að aukast alltaf með hverri kynslóð sem kemur á markað. Þetta er mjög þróun í dræginu á batteríinu. Við verðum að hugsa það mjög vel hvar við ætlum að setja niður hleðslustöðvarnar.“ Á síðasta ári var metfjöldi í sölu rafbíla hér á landi og fjölgunin á slíkum bílum hefur verið hröð að undanförnu. Fjölgunina megi rekja til þess að rafbílar eru undanþegnir virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum. „Við erum að sjá núna að það eru komnir á milli sex og sjöundruð rafbílar á göturnar. Það hefur gerst á allra síðustu árum.“Hversu vel erum við að standa okkur að fjárfesta í innviðum, þ.e að gera fólki kleyft að eiga rafbíla og geta ferðast á þeim hvert á land sem er? „Það vantar svolítið mikið upp á það ennþá. Það er reyndar búið að setja upp hraðhleðslustöðvar á vissum stöðum. Það þarf að bæta vel í þar.“Hvað með stjórnvöld, geta þau brugðist við með einhverjum hætti? „Þau hafa brugðist við nú þegar með niðurfellingu á virðisaukaskattinum. Það er ansi stórt skref. Spurningin er hvað það verður lengi. Stjórnvöld eiga að gefa fordæmi og liðka til við slíka þróun sem við þurfum að fara í til að bæta innviðina hér á landi.“
Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira