Lífið

Frægir hjóluðu fyrir einhverfa

Samúel Karl Ólason skrifar
Rúm milljón króna safnaðist til málefna tengdum börnum með einhverfu í dag. Það gerðist þegar fjölmargir þekktir Íslendingar komu saman og hjóluðu til góðs. Blár apríl stóð fyrir uppátækinu í tilefni af alþjóðadegi einhverfu.

Félagið stendur árlega fyrir vitundar- og styrktarátaki fyrir börn með einhverfu. Í ár er safnað fyrir framleiðslu á fræðsluefni um einhverfu. Í tilkynningu segir að mikill skortur sé á slíku efni í dag.

Meðal þeirra sem mættu var Stefán Hilmarsson, Gréta Salome, Nína Dögg, Unnur Birna, Ilmur Kristjánsdóttir, Pétur Örn, Auddi Blöndal, Halli í Botnleðju, Birna, Heiðar Sigurfinnsson, María Sigrún, Siggi Hlö, Lilja Nótt, Sara Dögg , Hrannar forsetaframbjóðandi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×