Lífið

Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rhode Iceland?
Rhode Iceland? Mynd/samsett
Hið umdeilda mál þar sem Hörpu bregður fyrir í kynningarmyndbandi Rhode Island ríkis í Bandaríkjunum heldur áfram að vinda upp á sig.

Starfsmenn fyrirtækisins IndieWhip sem framleiddi myndbandið nýttu tækifærið í gær vegna 1. apríls og gerðu óspart grín að því að Hörpu hafi verið laumað inn í myndbandið fræga, líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

 

Kynningarherferðin, sem kostaði um 600 milljónir, þykir umdeild í Rhode Island. Búið er að er leggja niður slagorð herferðarinnar, Cooler and Warmer, en slagorðið vakti ekki mikla lukku meðal íbúa ríkisins.

Þá hefur Betsy Wall sagt starfi sínu lausu sem yfirmaður herferðarinnar vegna myndbandsins og slagorðsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×