Lífið

Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta er ekki Rhode Island.
Þetta er ekki Rhode Island. Skjáskot.
Yfirmaður markaðsherferðar Rhode Island ríkis í Bandaríkjunum hefur sagt af sér vegna þess að nýtt kynningarmyndband fyrir ríkið innihélt óvart myndbrot af Hörpu.

Þetta var slæmt vika fyrir Betsy Wall sem sá um markaðsherferðina sem ætluð var að laða ferðamenn til Rhode Island og kostaði hundruð milljónir íslenskra króna.

Í fyrstu klóruðu íbúar ríkisins sér yfir slagorði herferðarinnar, Cooler and Warmer, eða svalari og heitari, sem vakti ekki mikla lukku og hefur verið hætt að nota það í kynningarefni herferðarinnar.

Kornið sem fyllti mælinn var þó án efa nýtt myndband sem fór í dreifingu þar sem Rhode Island var í aðalhlutverki, svona að mestu leyti.

Glöggir netverjar tóku nefnilega eftir því að í myndbandinu sést maður á hjólabretti fyrir utan Hörpu í Reykjavík.

Mistökin þóttu ansi pínleg og ekki síst vegna þess að um leið og hjólabrettakappanum og Hörpu bregður fyrir segir kynnir myndbandsins eftirfarandi setningu: „Ímyndaðu þér stað þar sem þér líður eins og heima hjá þér en er samt svo einstakur að þér leiðist aldrei.

Myndbrotinu var kippt úr umferð og nýtt sett í staðinn. Það sama má segja um Betsy Wall, yfirmann herferðarinnar, sem nú hefur sagt af sér vegna málsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×