Spyr hvort hann þurfi að skilja við eiginkonuna til að geta tekið þátt í stjórnmálum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2016 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Ernir „Mér fannst síðasti viðmælandi ykkar, Árni Páll, leggjast heldur lágt þegar hann datt í þessa frasanotkun sem nú er svo einkennandi fyrir hans flokk, líklega vegna þess að það skortir pólitík eða stefnu, þá er frösunum bara raðað saman,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sigmundur vísar með orðum sínum í umræðu um Wintris Inc, aflandsfélag eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, sem staðsett er á Bresku Jómfrúreyjunum. Hann hefur áður sagt, og ítrekaði það í viðtalinu í Reykjavík síðdegis, að hann hefði ekki gert neitt rangt. „Ætlast þessi þingmaður [Árni Páll Árnason] að ég skilji við konuna mína svo ég geti tekið þátt í stjórnmálum? Og hvar eiga mörkin að liggja? Hversu marga tugi milljóna mega stjórnmálamenn hafa fengið í sérstakar ráðgjafagreiðslur án þess að þeir teljist ekki lengur deila kjörum með þjóð sinni,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist undrandi yfir orðum Árna Páls. Þau séu ómakleg enda hafi hann ekki farið í stjórnmál til þess að hafa af þeim gott kaup „Ég fór í pólitík því ég hafði algjöra sannfæringu í ákveðnum málum. Sannfæringu á því hvað þyrfti að gera til að koma þjóðinni og samfélaginu á réttan kjöl,“ sagði Sigmundur.Engin aðstoð, segir Sigmundur „Fyrst að koma í veg fyrir að það yrðu settar kröfur á íslenska skattgreiðendur til þess að borga út kröfuhafana. Síðan barðist ég fyrir því að ganga lengra. Taka pening sem fyrrnefndur Árni Páll Árnason minnti alltaf á að væru lögvarðar eignir kröfuhafanna, taka sem mesta peninga af þessum kröfuhöfum til þess að koma til móts við fólkið sem hafði gleymst, fólkið sem skuldaði og til þess að koma á efnahagslegum stöðugleika og verja lífskjör í landinu.“ Sigmundur sagði Árna Pál og stjórnarandstöðuna hafa lítið annað gert en að þvælast fyrir, meðal annars með aðstoð almannatengla og vogunarsjóðanna. „Ég fékk enga hjálp við þetta frá Árna Páli Árnasyni eða stjórnarandstöðunni núna. Þau þvældust fyrir í hverju skrefi með hjálp PR leiðtoga, vogunarsjóðanna sem allir meira og minna eru nátengdir Samfylkingunni og svo leyfir þetta fólk sér að koma núna og halda því fram að það sé eitthvað grunsamlegt við það að ég hafi verið tilbúinn til að fórna miklu af eignum eiginkonu minnar til að bjarga þessu samfélagi.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta tiltekna mál sem fjallað er um hefst á 12 mínútu. Tengdar fréttir Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
„Mér fannst síðasti viðmælandi ykkar, Árni Páll, leggjast heldur lágt þegar hann datt í þessa frasanotkun sem nú er svo einkennandi fyrir hans flokk, líklega vegna þess að það skortir pólitík eða stefnu, þá er frösunum bara raðað saman,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sigmundur vísar með orðum sínum í umræðu um Wintris Inc, aflandsfélag eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, sem staðsett er á Bresku Jómfrúreyjunum. Hann hefur áður sagt, og ítrekaði það í viðtalinu í Reykjavík síðdegis, að hann hefði ekki gert neitt rangt. „Ætlast þessi þingmaður [Árni Páll Árnason] að ég skilji við konuna mína svo ég geti tekið þátt í stjórnmálum? Og hvar eiga mörkin að liggja? Hversu marga tugi milljóna mega stjórnmálamenn hafa fengið í sérstakar ráðgjafagreiðslur án þess að þeir teljist ekki lengur deila kjörum með þjóð sinni,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist undrandi yfir orðum Árna Páls. Þau séu ómakleg enda hafi hann ekki farið í stjórnmál til þess að hafa af þeim gott kaup „Ég fór í pólitík því ég hafði algjöra sannfæringu í ákveðnum málum. Sannfæringu á því hvað þyrfti að gera til að koma þjóðinni og samfélaginu á réttan kjöl,“ sagði Sigmundur.Engin aðstoð, segir Sigmundur „Fyrst að koma í veg fyrir að það yrðu settar kröfur á íslenska skattgreiðendur til þess að borga út kröfuhafana. Síðan barðist ég fyrir því að ganga lengra. Taka pening sem fyrrnefndur Árni Páll Árnason minnti alltaf á að væru lögvarðar eignir kröfuhafanna, taka sem mesta peninga af þessum kröfuhöfum til þess að koma til móts við fólkið sem hafði gleymst, fólkið sem skuldaði og til þess að koma á efnahagslegum stöðugleika og verja lífskjör í landinu.“ Sigmundur sagði Árna Pál og stjórnarandstöðuna hafa lítið annað gert en að þvælast fyrir, meðal annars með aðstoð almannatengla og vogunarsjóðanna. „Ég fékk enga hjálp við þetta frá Árna Páli Árnasyni eða stjórnarandstöðunni núna. Þau þvældust fyrir í hverju skrefi með hjálp PR leiðtoga, vogunarsjóðanna sem allir meira og minna eru nátengdir Samfylkingunni og svo leyfir þetta fólk sér að koma núna og halda því fram að það sé eitthvað grunsamlegt við það að ég hafi verið tilbúinn til að fórna miklu af eignum eiginkonu minnar til að bjarga þessu samfélagi.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta tiltekna mál sem fjallað er um hefst á 12 mínútu.
Tengdar fréttir Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00