Segir ekki farið að lögum við gerð rammaáætlunar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2016 19:00 Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa ekkert horft til jákvæðra efnahags- og samfélagslegra áhrifa virkjana, þótt lög kveði skýrt á um slíkt. Eingöngu hafi verið horft til neikvæðra áhrifa. Umhverfisráðherra segir að sér hugnist vel tillögurnar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, minnir á að lögin um rammaáætlun kveði á um að lagt skuli mat á efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif. „Það er í rauninni eingöngu horft á neikvæð áhrif framkvæmdanna þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um það að það eigi líka að horfa til samfélagslegra áhrifa og efnahagslegra áhrifa,“ segir Hörður. Tillögudrögin gera þó ráð fyrir að neðri hluti Þjórsár verði virkjaður. Athygli vekur jafnframt að lagt er til að þrjú stór vatnasvið verði vernduð; Héraðsvötn, Skjálfandafljót og Skaftá. Hörður nefnir Norðurland sérstaklega þar sem vandamál hafi verið að mæta almennri eftirspurn eftir raforku. Þar sé verið að taka mjög stórar ákvarðanir um nánast enga uppbyggingu raforkuframleiðslu, á sama tíma og samfélögin þar geri ríka kröfu um að geta vaxið og dafnað, meðal annars á grundvelli raforku. „Að taka þær án þess að greina þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif, eins og lög kveða skýrt á um, kemur okkur mjög á óvart.“ Hörður segir þetta ekki snúast um stóriðju. „Ég er að tala um smáiðnað, ég er að tala um orkuskipti, ég er að tala um að geta rafvætt skemmtiferðaskip og annað, - og raun og veru bara að geta uppfyllt þau markmið sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það verður að greina það, - og það hefur ekki farið fram, - sem er miður.“ Hann nefnir sem dæmi að þegar Norðmenn hafi farið í gegnum sambærilegt ferli hafi mjög ríkt verið horft til beggja þátta, neikvæðra umhverfisáhrifa og jákvæðra samfélagsáhrifa. Það jafnvægi séu menn að reyna að finna en það gerist ekki með því að sleppa því að skoða annan þáttinn. Næstu fjóra mánuði gefst öllum færi á að gera athugasemdir en síðan leggur verkefnisstjórn lokatillögu fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur. Spurð hvort hún muni leggja til breytingar svarar hún að það sé alveg trúlegt. Rétt eins og þegar verið sé að búa til góða flík sníði maður af henni agnúa, ef þeir komi í ljós. „En það er mín óskastaða að geta fengið þannig tillögu í hendur 1. september að ég geri ekki á henni breytingu.“ -En eins og hún lítur út núna, finnst þér líklegt að þú gerir miklar breytingar á henni? „Ég vil nú ekki tjá mig um það á þessari stundu. En mér hugnast hún það vel, getum við sagt, að ég gæti alveg borið hana fram,“ svarar ráðherra. Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa ekkert horft til jákvæðra efnahags- og samfélagslegra áhrifa virkjana, þótt lög kveði skýrt á um slíkt. Eingöngu hafi verið horft til neikvæðra áhrifa. Umhverfisráðherra segir að sér hugnist vel tillögurnar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, minnir á að lögin um rammaáætlun kveði á um að lagt skuli mat á efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif. „Það er í rauninni eingöngu horft á neikvæð áhrif framkvæmdanna þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um það að það eigi líka að horfa til samfélagslegra áhrifa og efnahagslegra áhrifa,“ segir Hörður. Tillögudrögin gera þó ráð fyrir að neðri hluti Þjórsár verði virkjaður. Athygli vekur jafnframt að lagt er til að þrjú stór vatnasvið verði vernduð; Héraðsvötn, Skjálfandafljót og Skaftá. Hörður nefnir Norðurland sérstaklega þar sem vandamál hafi verið að mæta almennri eftirspurn eftir raforku. Þar sé verið að taka mjög stórar ákvarðanir um nánast enga uppbyggingu raforkuframleiðslu, á sama tíma og samfélögin þar geri ríka kröfu um að geta vaxið og dafnað, meðal annars á grundvelli raforku. „Að taka þær án þess að greina þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif, eins og lög kveða skýrt á um, kemur okkur mjög á óvart.“ Hörður segir þetta ekki snúast um stóriðju. „Ég er að tala um smáiðnað, ég er að tala um orkuskipti, ég er að tala um að geta rafvætt skemmtiferðaskip og annað, - og raun og veru bara að geta uppfyllt þau markmið sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það verður að greina það, - og það hefur ekki farið fram, - sem er miður.“ Hann nefnir sem dæmi að þegar Norðmenn hafi farið í gegnum sambærilegt ferli hafi mjög ríkt verið horft til beggja þátta, neikvæðra umhverfisáhrifa og jákvæðra samfélagsáhrifa. Það jafnvægi séu menn að reyna að finna en það gerist ekki með því að sleppa því að skoða annan þáttinn. Næstu fjóra mánuði gefst öllum færi á að gera athugasemdir en síðan leggur verkefnisstjórn lokatillögu fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur. Spurð hvort hún muni leggja til breytingar svarar hún að það sé alveg trúlegt. Rétt eins og þegar verið sé að búa til góða flík sníði maður af henni agnúa, ef þeir komi í ljós. „En það er mín óskastaða að geta fengið þannig tillögu í hendur 1. september að ég geri ekki á henni breytingu.“ -En eins og hún lítur út núna, finnst þér líklegt að þú gerir miklar breytingar á henni? „Ég vil nú ekki tjá mig um það á þessari stundu. En mér hugnast hún það vel, getum við sagt, að ég gæti alveg borið hana fram,“ svarar ráðherra.
Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16
Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00
Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49