Segir ekki farið að lögum við gerð rammaáætlunar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2016 19:00 Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa ekkert horft til jákvæðra efnahags- og samfélagslegra áhrifa virkjana, þótt lög kveði skýrt á um slíkt. Eingöngu hafi verið horft til neikvæðra áhrifa. Umhverfisráðherra segir að sér hugnist vel tillögurnar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, minnir á að lögin um rammaáætlun kveði á um að lagt skuli mat á efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif. „Það er í rauninni eingöngu horft á neikvæð áhrif framkvæmdanna þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um það að það eigi líka að horfa til samfélagslegra áhrifa og efnahagslegra áhrifa,“ segir Hörður. Tillögudrögin gera þó ráð fyrir að neðri hluti Þjórsár verði virkjaður. Athygli vekur jafnframt að lagt er til að þrjú stór vatnasvið verði vernduð; Héraðsvötn, Skjálfandafljót og Skaftá. Hörður nefnir Norðurland sérstaklega þar sem vandamál hafi verið að mæta almennri eftirspurn eftir raforku. Þar sé verið að taka mjög stórar ákvarðanir um nánast enga uppbyggingu raforkuframleiðslu, á sama tíma og samfélögin þar geri ríka kröfu um að geta vaxið og dafnað, meðal annars á grundvelli raforku. „Að taka þær án þess að greina þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif, eins og lög kveða skýrt á um, kemur okkur mjög á óvart.“ Hörður segir þetta ekki snúast um stóriðju. „Ég er að tala um smáiðnað, ég er að tala um orkuskipti, ég er að tala um að geta rafvætt skemmtiferðaskip og annað, - og raun og veru bara að geta uppfyllt þau markmið sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það verður að greina það, - og það hefur ekki farið fram, - sem er miður.“ Hann nefnir sem dæmi að þegar Norðmenn hafi farið í gegnum sambærilegt ferli hafi mjög ríkt verið horft til beggja þátta, neikvæðra umhverfisáhrifa og jákvæðra samfélagsáhrifa. Það jafnvægi séu menn að reyna að finna en það gerist ekki með því að sleppa því að skoða annan þáttinn. Næstu fjóra mánuði gefst öllum færi á að gera athugasemdir en síðan leggur verkefnisstjórn lokatillögu fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur. Spurð hvort hún muni leggja til breytingar svarar hún að það sé alveg trúlegt. Rétt eins og þegar verið sé að búa til góða flík sníði maður af henni agnúa, ef þeir komi í ljós. „En það er mín óskastaða að geta fengið þannig tillögu í hendur 1. september að ég geri ekki á henni breytingu.“ -En eins og hún lítur út núna, finnst þér líklegt að þú gerir miklar breytingar á henni? „Ég vil nú ekki tjá mig um það á þessari stundu. En mér hugnast hún það vel, getum við sagt, að ég gæti alveg borið hana fram,“ svarar ráðherra. Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar fyrir að hafa ekkert horft til jákvæðra efnahags- og samfélagslegra áhrifa virkjana, þótt lög kveði skýrt á um slíkt. Eingöngu hafi verið horft til neikvæðra áhrifa. Umhverfisráðherra segir að sér hugnist vel tillögurnar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, minnir á að lögin um rammaáætlun kveði á um að lagt skuli mat á efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif. „Það er í rauninni eingöngu horft á neikvæð áhrif framkvæmdanna þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um það að það eigi líka að horfa til samfélagslegra áhrifa og efnahagslegra áhrifa,“ segir Hörður. Tillögudrögin gera þó ráð fyrir að neðri hluti Þjórsár verði virkjaður. Athygli vekur jafnframt að lagt er til að þrjú stór vatnasvið verði vernduð; Héraðsvötn, Skjálfandafljót og Skaftá. Hörður nefnir Norðurland sérstaklega þar sem vandamál hafi verið að mæta almennri eftirspurn eftir raforku. Þar sé verið að taka mjög stórar ákvarðanir um nánast enga uppbyggingu raforkuframleiðslu, á sama tíma og samfélögin þar geri ríka kröfu um að geta vaxið og dafnað, meðal annars á grundvelli raforku. „Að taka þær án þess að greina þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif, eins og lög kveða skýrt á um, kemur okkur mjög á óvart.“ Hörður segir þetta ekki snúast um stóriðju. „Ég er að tala um smáiðnað, ég er að tala um orkuskipti, ég er að tala um að geta rafvætt skemmtiferðaskip og annað, - og raun og veru bara að geta uppfyllt þau markmið sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það verður að greina það, - og það hefur ekki farið fram, - sem er miður.“ Hann nefnir sem dæmi að þegar Norðmenn hafi farið í gegnum sambærilegt ferli hafi mjög ríkt verið horft til beggja þátta, neikvæðra umhverfisáhrifa og jákvæðra samfélagsáhrifa. Það jafnvægi séu menn að reyna að finna en það gerist ekki með því að sleppa því að skoða annan þáttinn. Næstu fjóra mánuði gefst öllum færi á að gera athugasemdir en síðan leggur verkefnisstjórn lokatillögu fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur. Spurð hvort hún muni leggja til breytingar svarar hún að það sé alveg trúlegt. Rétt eins og þegar verið sé að búa til góða flík sníði maður af henni agnúa, ef þeir komi í ljós. „En það er mín óskastaða að geta fengið þannig tillögu í hendur 1. september að ég geri ekki á henni breytingu.“ -En eins og hún lítur út núna, finnst þér líklegt að þú gerir miklar breytingar á henni? „Ég vil nú ekki tjá mig um það á þessari stundu. En mér hugnast hún það vel, getum við sagt, að ég gæti alveg borið hana fram,“ svarar ráðherra.
Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16 Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Sigrún Magnúsdóttir segist leggja áherslu á að ákvarðanir um virkjanakosti byggi á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 1. apríl 2016 13:16
Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00
Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49