Lífið

John Oliver vill að allir sniðgangi 1. apríl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Breski þáttastjórnandinn þolir ekki 1. apríl.
Breski þáttastjórnandinn þolir ekki 1. apríl. Skjáskot
Þáttastjórnandinn John Oliver er ekki hrifinn af 1. apríl, vægast sagt. Í sérstakri vefútgáfu af þætti sínum Last Week Tonight krefst hann þess að fólk hætti án tafar að taka þátt í aprílgöbbum þann 1. apríl.

„Sá sem segist vera spenntur fyrir 1. apríl er líklega eitthvað veikur á geði vegna þess að það sem hann er í raun að segja er: Ég get ekki beðið eftir að skaða þá sem eru mér næstir,“ sagði Oliver.

Eins og Íslendingar þekkja vel tíðkast það á 1. apríl að gabba fólk til þess að hlaupa 1. apríl. Oliver vill ekki heyra á það minnst og vill hann að sem flestir gangist undir þessa yfirlýsingu:

„Ég heiti því að á þessum aprílgabbsdegi muni ég ekki birta gervitrúlofunarmynd á Facebook eins og fífl né mun ég ýta undir sögusagnir um að einhver frægur sé látinn, það gerir fólk leitt. Ég heiti því að gabba engan og ef einhver reynir að gabba mig mun ég segja við þá: Hey, þú lætur eins og fífl. Hættu að vera fífl, hættu að vera fífl, í alvöru, hættu að vera fífl.“

Horfa má á innslagið hér fyrir neðan.

Last Week Tonight er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudögum klukkan 22.55.


Tengdar fréttir

John Oliver um vegginn hans Drumpf

Grínistinn og þáttastjórnandinn John Oliver fjallaði í gær um tillögu forsetaframbjóðandans Donald Trump um að byggja vegg við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×