Lífið

Snjóbrettapallur sem hefur sjaldan sést áður á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Iceland Winter Games eru um helgina.
Iceland Winter Games eru um helgina. vísir
Iceland Winter Games er á fullri ferð núna á Akureyri og nær hámarki í kvöld og annað kvöld. Í kvöld kl 20:00 verður svokallað Volcanic Big Jump keppni í Hlíðarfjalli en pallurinn er engin smásmíði, hann er hvorki meira né minna en 20 metrar en slíkur pallur hefur sjaldan sést áður á Íslandi.

Viktor Helgi Hjartarson hannaði og smíðaði pallinn og var fyrstur allra að láta vaða á hann.

„Þetta var rosalegt og adrenalínið fór langt yfir 200, það verður hrikalegur stemmari í kvöld,“ segir Viktor Helgi.

Dagskráin er þétt alla helgina en annað kvöld verður t.d. á boðstólnum Big Air keppni kl 14:00 – 17:00 og Mohawks Gopro Rail Jam kl 20:00 til kl 22:00 en hægt er að skoða dagskrá IWG betur hér.

Albumm.is stendur fyrir heljarinnar tónleikum á föstudags og laugardagskvöldið í Sjallanum en dagskráin er virkilega glæsileg! Í kvöld föstudag 1. Apríl er það Reggae hljómsveitin Hjálmar sem leikur fyrir dansi en sveitin færði landanum svokallað lopapeysu Reggae. Einnig kemur fram plötusnúðakrúið RVK Soundsystem. Þannig umræðir allsvakalegt reggae þema í kvöld.

Annað kvöld laugardag 2. Apríl verður heljarinnar danstónlistarveisla þegar landslið plötusnúða kemur fram, en það eru ExosThor/Thule RecordsBiggi Veira/GusGus og Dj Margeir. Annað eins line up hefur sjaldan sést og óhætt er að segja að þakið eigi eftir að rifna af sjallanum umrætt kvöld.

Hægt er að kaupa miða á Tix.is og í Mohawks í Kringlunni og á Glerártorgi Akureyri einnig er hægt að kaupa miða við hurð í Sjallanum.

Miðaverð er 2.900 kr á stakt kvöld og 4.900 kr á bæði kvöldin. Hér má sjá viðburðinn á Facebook.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×