Innlent

Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. Því var þó frestað þar sem kröfuhafar Reykjanesbæjar óskuðu eftir því. Skömmu fyrir fund bæjarstjórnarinnar barst bréf frá lífeyrissjóðum, sem eru meðal kröfuhafa, þar sem óskað var eftir því að fundinum væri frestað.

Þá var greiðsluvandi Reykjanesbæjar viðurkenndur og kröfuhafar sögðust tilbúnir til að leita leiða til að leysa hann.

Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir í samtali við RÚV að um ánægjulega þróun sé að ræða. Það komi þó á óvart þar sem þessir kröfuhafar hafi áður hafnað samningum.

Samkvæmt lögum má skuldahlutfall sveitarfélaga ekki vera hærra en 150 prósent af árlegum tekjum. Skuldir Reykjanesbæjar eru nú rúmlega 40 milljarðar króna, eða um 230 prósent af árlegum tekjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×