Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2016 16:03 „Svo er ágætt í þessari breiðu umræðu sem menn hafa aðeins verið að efna til hér um samkeppni landa í skattamálum að minna á það að við erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól," sagði Bjarni. Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Ísland fyrir ýmsa starfsemi „ágætis skattaskjól“. Nefnir hann í því samhengi kvikmyndaiðnaðinn og skattgreiðslur stóriðjufyrirtækja. Hins vegar séu aflandsfélögin sérstakt viðfangsefni sem stjórnvöld þurfi að beita sér gegn. „Eigum við að nefna kvikmyndaiðnaðinn þar sem við borgum 20 prósent til baka af öllum innlendum kostnaði, erum að stefna á 25 prósent. Eða varanlegan afslátt af sköttum til stóriðjufyrirtækja sem hafa verið afgreiddir á síðasta ári og svo framvegis,“ sagði Bjarni í sérstakri umræðu um viðbrögð stjórnvalda við skattaskjólum á Alþingi í dag. „Lönd verða áfram í samkeppni um skattamál, aflandsmálin eru sérstakt viðfangsefni og þar er alþjóðlega samstarfið algjörlega kjarnaatriði fyrir árangur okkar á því sviði,“ bætti hann við. Bjarni sagði ítrekað vegið að trúverðugleika ríkisstjórnar í málum er varða skattsvik. Stjórnvöld hafi þó í lengri tíma verið virk í alþjóðlegu samstarfi um að uppræta rót vandans – löngu áður en umræður um aflandsfélög komu upp. „Við höfum sett fjármuni í að kaupa gögn af þessum toga á síðasta ári til þess að stofnanir okkar sem hafa það sérstaka hlutverk að ná í skottið á svikurunum, hefðu tækin og tólin og stuðning stjórnvalda til þess að sinna sínu hlutverki. Þetta eru skýr merki um forgangsröðun ríkisstjórnar sem ætlar ekki að sætta sig við skattsvik.“ Tengdar fréttir Hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar bæti samkeppnishæfni Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. 11. mars 2016 18:07 Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. 15. apríl 2016 12:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Ísland fyrir ýmsa starfsemi „ágætis skattaskjól“. Nefnir hann í því samhengi kvikmyndaiðnaðinn og skattgreiðslur stóriðjufyrirtækja. Hins vegar séu aflandsfélögin sérstakt viðfangsefni sem stjórnvöld þurfi að beita sér gegn. „Eigum við að nefna kvikmyndaiðnaðinn þar sem við borgum 20 prósent til baka af öllum innlendum kostnaði, erum að stefna á 25 prósent. Eða varanlegan afslátt af sköttum til stóriðjufyrirtækja sem hafa verið afgreiddir á síðasta ári og svo framvegis,“ sagði Bjarni í sérstakri umræðu um viðbrögð stjórnvalda við skattaskjólum á Alþingi í dag. „Lönd verða áfram í samkeppni um skattamál, aflandsmálin eru sérstakt viðfangsefni og þar er alþjóðlega samstarfið algjörlega kjarnaatriði fyrir árangur okkar á því sviði,“ bætti hann við. Bjarni sagði ítrekað vegið að trúverðugleika ríkisstjórnar í málum er varða skattsvik. Stjórnvöld hafi þó í lengri tíma verið virk í alþjóðlegu samstarfi um að uppræta rót vandans – löngu áður en umræður um aflandsfélög komu upp. „Við höfum sett fjármuni í að kaupa gögn af þessum toga á síðasta ári til þess að stofnanir okkar sem hafa það sérstaka hlutverk að ná í skottið á svikurunum, hefðu tækin og tólin og stuðning stjórnvalda til þess að sinna sínu hlutverki. Þetta eru skýr merki um forgangsröðun ríkisstjórnar sem ætlar ekki að sætta sig við skattsvik.“
Tengdar fréttir Hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar bæti samkeppnishæfni Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. 11. mars 2016 18:07 Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. 15. apríl 2016 12:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar bæti samkeppnishæfni Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. 11. mars 2016 18:07
Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. 15. apríl 2016 12:58