Viðskipti innlent

Þátttakendur frá 40 þjóðum á jarðvarmaráðstefnu í Hörpu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla og einn af virtustu hagfræðingum heims.
Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla og einn af virtustu hagfræðingum heims. Vísir/Anton Brink
Von er á um allt að 800-1000 þátttakendum af yfir 40 þjóðernum á ráðstefnu um nýtingu jarðvarma í Hörpu dagana 26. til 29. apríl. Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina „Fjölnýting jarðvarmans“ er ein sú stærsta á sviði jarðvarmanýtingar í heiminum á þessu ári sem í tilkynningu frá Gekon.

„Viðamikil dagskrá og sýning fagaðila verður í Hörpu en einnig verða farnar vettvangsferðir um höfuðborgina og nágrenni til að skoða fjölbreytta nýtingu jarðvarmans hér á landi. Auk hitaveitu og raforkuframleiðslu kemur jarðvarmi til dæmis við sögu í matvælaframleiðslu af ýmsu tagi, í ferðaþjónustu og við heilsueflingu landsmanna.“

Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri Gekon og Rósbjörg Jónsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri.vísir/ernir
Þetta er í þriðja skipti sem Íslenski jarðvarmaklasinn stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um jarðvarmanýtingu í Reykjavík. Árið 2013 sóttu um 600 þátttakendur ráðstefnuna.

Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar eru meðal annarra Michael Porter, prófessor við Harvard Business School og „guðfaðir“ íslenska Jarðvarmaklasans, A. Amin forseti IRENA – International Renewable Agency, Rachel Kyte, formaður nefndar um sjálfbæra orku fyrir alla hjá World Bank, dr. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra mun opna ráðstefnuna.

„Með IGC ráðstefnunni hefur Íslenska jarðvarmaklasanum tekist að byggja upp Ísland sem einn aðalumræðuvettvang jarðvarma og endurnýjanlegrar orku á heimsvísu. Flutt verða yfir 60 erindi verða frá meira en 20 þjóðum,“ segir í tilkynningunni.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er verndari ráðstefnunnar, líkt og í hin 2 fyrri skiptin sem IGC hefur verið haldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×