Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2016 15:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast hér við á Bessastöðum eftir þingkosningar árið 2013. Vísir/Vilhelm Ólafur Ragnar Grímsson nefndi stjórnarmyndunarviðræður eftir næstu kosningar sem eina af helstu ástæðum þess að hann ákvað að sækjast eftir endurkjöri í fimmta sinn. Þetta sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. Sagði hann mikla óvissu vera í þjóðfélaginu og að næstu stjórnarmyndunarviðræður gætu reynst erfiðar og flóknar og þyrfti ákveðna reynslu til að sinna þeim. Vakna því upp spurningar um mikilvægi forseta við stjórnarmyndunarviðræður. Við fyrstu sýn virðist þetta fremur einfalt, forsetinn veitir þeim leiðtoga stjórnmálaflokks umboð til stjórnarmyndunar sem hlaut flesta þingmenn í þingkosningum. Í tíð Ólafs Ragnars hafa stjórnarmyndunarviðræður oftast nær gengið hratt fyrir sig en tvisvar hefur hann gegnt veigamiklu hlutverki. Annars vegar þegar minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var mynduð árið 2009, eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, undir forsæti Geirs H. Haarde, hrökklaðist frá völdum.Guðni Th. Jóhannesson.Vísir/Þorbjörn Þórðarson„Sýndist Sigmundur vera hikandi“ Ólafur Ragnar hafði hvatt til þess að minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna yrði mynduð með hlutleysi Framsóknarflokks. „Það liggja fyrir margar heimildir um það að forsetinn hafi byrst sig við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þá nýkjörinn formann Framsóknarflokksins, þegar honum sýndist Sigmundur vera hikandi og beinlínis skipaði honum að taka sig nú til og veita þessari stjórn hlutleysi,“ segir sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson um hlutverk forseta við stjórnarmyndunarviðræður. Seinna skiptið var þegar Ólafur Ragnar veitti Framsóknarflokknum umboð til stjórnarmyndunar eftir síðustu þingkosningar árið 2013. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði, 26,7 prósent, og nítján þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk næst flest atkvæði, 24,4 prósent, en jafn marga þingmenn. Var það túlkun forsetans að Framsóknarflokkurinn hefði verið ótvíræður sigurvegari kosninganna þar sem hann bætti við sig flestum þingmönnum, eða tíu, á móti þremur hjá Sjálfstæðisflokknum. Segir Guðni að færa megi rök fyrir því að Ólafur hafi breytt þar rétt þegar hann veitti Sigmundi Davíð umboð til stjórnarmyndunar en ekki Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, árið 2013.Gerði lítið úr þætti forseta árið 1995 Guðni segir að í sögulegu ljósi sé það rétt að forsetinn hafi gegnt mikilvægu, og jafnvel lykilhlutverki, við stjórnarmyndanir en undanfarna áratugi hafi það breyst, og þá sérstaklega í tíð Ólafs Ragnars. „Stjórnmálamenn hafa myndað stjórnir sjálfir án þess að atbeina forseta hafi þurft til. Það er nú það sem Ólafur Ragnar benti sjálfur á árið 1995, að mig minnir, að blessunarlega hafi þessi breyting orðið að stjórnmálaforingjum hafi lærst að mynda stjórnir. Þá gerði hann tiltölulega lítið úr þessum þætti,“ segir Guðni.Davíð Oddsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur Ragnar Grímsson við stjórnarmyndunarviðræður á Bessastöðum árið 2003. Vísir/GVASpenna milli Davíðs og Ólafs hafði mikil áhrif Hann segir stjórnarmyndanir hafa gengið illa í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur en eftir að Ólafur Ragnar tók við embættinu 1996 hafi þetta gengið frekar hratt og örugglega fyrir sig. „Það hafði mikil áhrif þegar Ólafur Ragnar varð forseti 1996 að þá var við völd ríkisstjórn undir forsæti Davíðs Oddssonar og Davíð hafði þá og hefur enn ímugustur á Ólafi Ragnari, þó þeir sameinist nú undir merkjunum: Óvinur óvinar míns er vinur minn, og Davíð ætlaði ekki að leyfa Ólafi Ragnari að véla um stjórnarmyndanir. Þegar til kasta forseta hefði geta komið eftir kosningar hélt Davíð áfram stjórnarsambandi við Framsóknarflokkinn árið 1999 og aftur 2003. Árið 2007 urðu stjórnarskipti. Sjálfstæðismenn héldu áfram í stjórn en Framsókn fór út og Samfylkingin gekk inn í stjórnarmeirihluta. Það gekk allt hratt og örugglega hjá þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde.“Getur ekki staðið í vegi fyrir meirihluta Guðni segir forsetann aldrei geta staðið í vegi fyrir því að flokkar sem hafa meirihluta geti myndað stjórn. Ef þeim gengur hins vegar mjög illa að mynda stjórn getur forsetinn stigið inn á sviðið og myndað utanþingsstjórn eins og Sveinn Björnsson gerði árið 1942 og Kristján Eldjárn var kominn á fremstan hlunn með bæði árið 1979 og aftur 1980. „En það þarf mikið að ganga á til að svoleiðis örþrifaráð verði uppi á borðum.“ Hann segir fyrstu grein stjórnarskrárinnar eins skýra og verða má. Samkvæmt henni er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Enginn flokkur hefur náð hreinum meirihluta í þingkosningum á Íslandi en ef svo ólíklega vildi til að svo færi þá myndi sá flokkur einfaldlega mynda sína ríkisstjórn. Haldi núverandi stjórnarflokkar meirihluta eftir næstu þingkosningar þá halda þeir stjórnarsamstarfinu áfram, sýni þeir því áhuga. „Forsetinn getur spilað megin hlutverk en atburðarásin hefur verið sú undanfarna áratugi að stjórnmálamennirnir hafa séð um þetta sjálfir.“Ef stjórnarflokkarnir missa meirihluta þarf forsætisráðherrann að fara á fund forsetans á Bessastöðum og biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Forsetinn biður því næst forsætisráðherrann að sitja áfram þar til ný stjórn hefur verið mynduð. Hann kallar því næst leiðtoga allra stjórnmálaflokka á þingi á sinn fund, hvern af öðrum, og eftir þær umræður þarf forsetinn að vega og meta hver sé líklegastur til að geta leitt stjórnarmyndunarviðræður til lykta. Stjórnmálamenn hafa séð um þetta sjálfir undanfarna áratugi Pírata hafa mælst með mesta fylgið í skoðanakönnunum undanfarið ár. Guðni tekur dæmi að ef sá flokkur vinnur stórsigur í næstu þingkosningum og hafi meirihluta á þingi með Samfylkingunni og Vinstri grænum, þá sé afar líklegt að forseti ætti að veita einhverjum úr þeim hópi umboð til að mynda ríkisstjórn. „Og það þarf ekki að vera að það yrðu Píratar sem færu með það umboð. Það gæti komið í ljós í þessum viðræðum að þeir hafi ekki hug á forsætisráðherraembættinu og bendi jafnvel á leiðtoga Vinstri grænna og þá væri það í samræmi við venjur og hefð og þann ásetning forseta að mynda nýja stjórn að snúa sér til Katrínar Jakobsdóttur. Allt er þetta háð hverju sinni úrslitum kosninga og hvað stjórnmálaleiðtogarnir segja við forsetann, hvað þeir sjái réttast í stöðunni. Hvaða líkur þeir telja á að þessi flokkar geti unnið saman og ekki hinir. Þannig að forsetinn getur spilað megin hlutverk en atburðarásin hefur verið sú undanfarna áratugi að stjórnmálamennirnir hafa séð um þetta sjálfir og gengið hratt að verki án þess að atbeina forseta hafi þurft,“ segir Guðni. Tengdar fréttir Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson nefndi stjórnarmyndunarviðræður eftir næstu kosningar sem eina af helstu ástæðum þess að hann ákvað að sækjast eftir endurkjöri í fimmta sinn. Þetta sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. Sagði hann mikla óvissu vera í þjóðfélaginu og að næstu stjórnarmyndunarviðræður gætu reynst erfiðar og flóknar og þyrfti ákveðna reynslu til að sinna þeim. Vakna því upp spurningar um mikilvægi forseta við stjórnarmyndunarviðræður. Við fyrstu sýn virðist þetta fremur einfalt, forsetinn veitir þeim leiðtoga stjórnmálaflokks umboð til stjórnarmyndunar sem hlaut flesta þingmenn í þingkosningum. Í tíð Ólafs Ragnars hafa stjórnarmyndunarviðræður oftast nær gengið hratt fyrir sig en tvisvar hefur hann gegnt veigamiklu hlutverki. Annars vegar þegar minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var mynduð árið 2009, eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, undir forsæti Geirs H. Haarde, hrökklaðist frá völdum.Guðni Th. Jóhannesson.Vísir/Þorbjörn Þórðarson„Sýndist Sigmundur vera hikandi“ Ólafur Ragnar hafði hvatt til þess að minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna yrði mynduð með hlutleysi Framsóknarflokks. „Það liggja fyrir margar heimildir um það að forsetinn hafi byrst sig við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þá nýkjörinn formann Framsóknarflokksins, þegar honum sýndist Sigmundur vera hikandi og beinlínis skipaði honum að taka sig nú til og veita þessari stjórn hlutleysi,“ segir sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson um hlutverk forseta við stjórnarmyndunarviðræður. Seinna skiptið var þegar Ólafur Ragnar veitti Framsóknarflokknum umboð til stjórnarmyndunar eftir síðustu þingkosningar árið 2013. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði, 26,7 prósent, og nítján þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk næst flest atkvæði, 24,4 prósent, en jafn marga þingmenn. Var það túlkun forsetans að Framsóknarflokkurinn hefði verið ótvíræður sigurvegari kosninganna þar sem hann bætti við sig flestum þingmönnum, eða tíu, á móti þremur hjá Sjálfstæðisflokknum. Segir Guðni að færa megi rök fyrir því að Ólafur hafi breytt þar rétt þegar hann veitti Sigmundi Davíð umboð til stjórnarmyndunar en ekki Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, árið 2013.Gerði lítið úr þætti forseta árið 1995 Guðni segir að í sögulegu ljósi sé það rétt að forsetinn hafi gegnt mikilvægu, og jafnvel lykilhlutverki, við stjórnarmyndanir en undanfarna áratugi hafi það breyst, og þá sérstaklega í tíð Ólafs Ragnars. „Stjórnmálamenn hafa myndað stjórnir sjálfir án þess að atbeina forseta hafi þurft til. Það er nú það sem Ólafur Ragnar benti sjálfur á árið 1995, að mig minnir, að blessunarlega hafi þessi breyting orðið að stjórnmálaforingjum hafi lærst að mynda stjórnir. Þá gerði hann tiltölulega lítið úr þessum þætti,“ segir Guðni.Davíð Oddsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur Ragnar Grímsson við stjórnarmyndunarviðræður á Bessastöðum árið 2003. Vísir/GVASpenna milli Davíðs og Ólafs hafði mikil áhrif Hann segir stjórnarmyndanir hafa gengið illa í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur en eftir að Ólafur Ragnar tók við embættinu 1996 hafi þetta gengið frekar hratt og örugglega fyrir sig. „Það hafði mikil áhrif þegar Ólafur Ragnar varð forseti 1996 að þá var við völd ríkisstjórn undir forsæti Davíðs Oddssonar og Davíð hafði þá og hefur enn ímugustur á Ólafi Ragnari, þó þeir sameinist nú undir merkjunum: Óvinur óvinar míns er vinur minn, og Davíð ætlaði ekki að leyfa Ólafi Ragnari að véla um stjórnarmyndanir. Þegar til kasta forseta hefði geta komið eftir kosningar hélt Davíð áfram stjórnarsambandi við Framsóknarflokkinn árið 1999 og aftur 2003. Árið 2007 urðu stjórnarskipti. Sjálfstæðismenn héldu áfram í stjórn en Framsókn fór út og Samfylkingin gekk inn í stjórnarmeirihluta. Það gekk allt hratt og örugglega hjá þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde.“Getur ekki staðið í vegi fyrir meirihluta Guðni segir forsetann aldrei geta staðið í vegi fyrir því að flokkar sem hafa meirihluta geti myndað stjórn. Ef þeim gengur hins vegar mjög illa að mynda stjórn getur forsetinn stigið inn á sviðið og myndað utanþingsstjórn eins og Sveinn Björnsson gerði árið 1942 og Kristján Eldjárn var kominn á fremstan hlunn með bæði árið 1979 og aftur 1980. „En það þarf mikið að ganga á til að svoleiðis örþrifaráð verði uppi á borðum.“ Hann segir fyrstu grein stjórnarskrárinnar eins skýra og verða má. Samkvæmt henni er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Enginn flokkur hefur náð hreinum meirihluta í þingkosningum á Íslandi en ef svo ólíklega vildi til að svo færi þá myndi sá flokkur einfaldlega mynda sína ríkisstjórn. Haldi núverandi stjórnarflokkar meirihluta eftir næstu þingkosningar þá halda þeir stjórnarsamstarfinu áfram, sýni þeir því áhuga. „Forsetinn getur spilað megin hlutverk en atburðarásin hefur verið sú undanfarna áratugi að stjórnmálamennirnir hafa séð um þetta sjálfir.“Ef stjórnarflokkarnir missa meirihluta þarf forsætisráðherrann að fara á fund forsetans á Bessastöðum og biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Forsetinn biður því næst forsætisráðherrann að sitja áfram þar til ný stjórn hefur verið mynduð. Hann kallar því næst leiðtoga allra stjórnmálaflokka á þingi á sinn fund, hvern af öðrum, og eftir þær umræður þarf forsetinn að vega og meta hver sé líklegastur til að geta leitt stjórnarmyndunarviðræður til lykta. Stjórnmálamenn hafa séð um þetta sjálfir undanfarna áratugi Pírata hafa mælst með mesta fylgið í skoðanakönnunum undanfarið ár. Guðni tekur dæmi að ef sá flokkur vinnur stórsigur í næstu þingkosningum og hafi meirihluta á þingi með Samfylkingunni og Vinstri grænum, þá sé afar líklegt að forseti ætti að veita einhverjum úr þeim hópi umboð til að mynda ríkisstjórn. „Og það þarf ekki að vera að það yrðu Píratar sem færu með það umboð. Það gæti komið í ljós í þessum viðræðum að þeir hafi ekki hug á forsætisráðherraembættinu og bendi jafnvel á leiðtoga Vinstri grænna og þá væri það í samræmi við venjur og hefð og þann ásetning forseta að mynda nýja stjórn að snúa sér til Katrínar Jakobsdóttur. Allt er þetta háð hverju sinni úrslitum kosninga og hvað stjórnmálaleiðtogarnir segja við forsetann, hvað þeir sjái réttast í stöðunni. Hvaða líkur þeir telja á að þessi flokkar geti unnið saman og ekki hinir. Þannig að forsetinn getur spilað megin hlutverk en atburðarásin hefur verið sú undanfarna áratugi að stjórnmálamennirnir hafa séð um þetta sjálfir og gengið hratt að verki án þess að atbeina forseta hafi þurft,“ segir Guðni.
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
„Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent